Hoppa yfir valmynd

Samúðarkveðjur utanríkisráðherra vegna hryðjuverkanna í Rússlandi

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur ritað bréf til Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þar sem rússnesku þjóðinni er vottuð samúð vegna mannskæðrar árásar hryðjuverkamanna á skóla í bænum Beslan í Norður- Ossetíuhéraði. Í bréfinu segir utanríkisráðherra m.a. að með því að ráðast vísvitandi á varnarlausa óbreytta borgara, þ.á m. börn, hafi hryðjuverkamenn enn einu sinni sýnt að öfgar þeirra lúti engum siðferðilegum takmörkunum. Þá ítrekaði utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld myndu sem endranær styðja baráttuna gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi á grundvelli lýðræðislegra gilda og alþjóðalaga.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics