Hoppa yfir valmynd

Stofnun stjórnmálasambands

Frá undirritun samkomulagsins
Midbaugs Ginea

Þann 10. september sl. undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Lino Sima Ekua Avomo, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Miðbaugs-Gíneu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Miðbaugs-Gínea liggur á vesturströnd Afríku, umlukin Gabon og Kamerún. Landsstærð nemur ríflega fjórðungi af stærð Íslands. Loftslag þar er mjög heitt og rakt. Íbúar landsins eru um hálf milljón manns. Fátækt er mikil í landinu og meðalævi íbúa nær aðeins 55 árum.

Miðbaugs-Gínea er gróðursælt land og þar er að finna verðmæt efni í jörðu og auðug fiskimið eru undan ströndum landsins. Jarðhiti er í landinu en ekki nýttur. Olía hefur fundist þar í talsverðum mæli og binda menn vonir við olíuvinnslu. Áhugi er á samstarfi við Ísland um nýtingu sjávarauðlinda og hugsanlega nýtingu jarðhita.

Miðbaugs-Gínea býr að nafninu til við fjölflokka lýðræði. Núverandi forseti komst til valda í byltingu fyrir aldarfjórðungi. Flokkur hans er nær einráður í þinginu, sem kosið var fyrir tveimur árum til sjö ára.



Frá undirritun samkomulagsins
Midbaugs Ginea

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics