Hoppa yfir valmynd

Stofnun stjórnmálasambands

Frá undirritun stjórnmálasambands við Hondúras
Frá undirritun stjórnmálasambands við Hondúras

Þann 15. september undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Manuel Acosta Bonilla, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Hondúras hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Hondúras er í Mið-Ameríku, með landamæri að Níkaragva, El Salvador og Gvatemala. Það er litlu stærra en Ísland og þar búa rúmar 6 milljónir manna. Höfuðborg Hondúras er mynduð af tveimur samliggjandi borgum, Tegucigalpa og Comayaguela.

Helsti atvinnuvegur Hondúras er landbúnaður, og meðal helstu afurða er sykur, bananar og kaffi. Þá er og í landinu talsverð nautgriparækt. Þar er að finna verðmæt efni í jörðu og er gull, silfur, kopar og járn numið og unnið nokkuð til útflutnings. Þótt landið hafi langa strandlengju að karabíska hafinu nýtir Hondúras fiskimið þar að litlu leyti en þá aðallega rækju- og humarstofna.

Mestan hluta 20. aldar ríkti herstjórn í Hondúras og á þeim tíma stóð þar yfir nánast samfelld borgarastyrjöld. Árið 1982 tók borgaraleg ríkisstjórn við völdum og hefur lýðræðið styrkst með hverju ári. Núverandi forseti landsins, Ricardo Maduro, tók við völdum árið 2002.

Ísland og Hondúras hafa haft með sér ræðissamband um árabil án þess að hafa formlegt stjórnmálasamband. Kjörræðismaður Íslands í Tegucigalpa hefur verið frá árinu 2001, Julia Sánchez Colindres.



Frá undirritun stjórnmálasambands við Hondúras
Frá undirritun stjórnmálasambands við Hondúras

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics