Hoppa yfir valmynd

Samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar - Birting kynningarefnis frá hagsmunaaðilaum

Sérfræðingum úr forsætisráðuneyti og fjármála-og efnahagsráðuneyti var í desember sl. falið af ráðherranefnd um efnahagsmál að greina viðvarandi styrkingu krónunnar og vaxandi hættu á ójafnvægi í hagkerfinu. Sérfræðingunum var einnig falið að koma með tillögur til að stemma stigu við þensluhættu og þeirri hættu sem steðjar að samkeppnishæfni þjóðarbúsins.

Sérfræðingarnir hafa nú fundað með Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum aðila í ferðaþjónustu, Viðskiptaráði Íslands, Landssamtökum lífeyrissjóða, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Greiningardeild Íslandsbanka, Hagfræðideild Landsbankans, Greiningardeild Arionbanka og Alþýðusambandi Íslands.

Áfram verður unnið að upplýsingaöflun og greiningu af hálfu sérfræðinga ráðuneytanna en ljóst má vera að viðfangsefnið snýst að miklu leyti um að skapa stöðugleika á ýmsum sviðum efnahagslífsins sem er langtímaverkefni. Ýmis gögn voru lögð fram á þessum fundum sem ráðuneytin telja að geti komið að gagni í opinberri umræðu um þessi mál. Nokkuð af þeim gögnum eru birt hér að neðan.

 

 

 

 

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics