Hoppa yfir valmynd

Nýskipuð stýrinefnd um losun fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað að nýju í stýrinefnd um losun fjármagnshafta, en nefndin er undir forsæti fjármála- og efnahagsráðherra. Nýskipuð nefnd kom saman til fyrsta fundar í dag en verkefni hennar er að vinna að fullri losun fjármagnshafta með þeim hætti að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sama tíma og gætt sé að fjármálastöðugleika og stöðugleika í gengis- og peningamálum.

Stýrinefndin er þannig skipuð:

  • Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Benedikt Árnason, tilnefndur af forsætisráðherra
  • Guðmundur Árnason, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra
  • Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
  • Ragnhildur Arnljótsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti  

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics