Hoppa yfir valmynd

Íslandsdagurinn 2003

Nr. 016

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sendiráð Íslands í Svíþjóð stendur fyrir átaki til kynningar á Íslandi þann 28. maí næstkomandi. Kynningin fer fram í Stokkhólmi og fara helstu viðburðir dagsins fram í Kungsträdgården í hjarta borgarinnar undir heitinu Íslandsdagurinn 2003.

Fjöldi íslenskra aðila mun kynna vörur sína og þjónustu. Má þar nefna orkufyrirtæki, Reykjavíkurborg, Icelandair, ferðaskrifstofur, hestafyrirtæki og fyrirtæki í matvælaiðnaði. Þá mun Útflutningsráð Íslands skipuleggja þátttöku nokkurra íslenskra tæknifyrirtækja og munu þau í sameiningu efna til ráðstefnu til að koma á viðskiptasamböndum við sænsk fyrirtæki.

Menningarviðburðir af ýmsum toga verða í Kungsträdgården og sérstök kynning á því sem Svíar kalla "íslenska poppundrið".

Yfirskrift Íslandsdagsins 2003 er ,,hestur, orka og menning".

Fyrirtækjum sem hafa áhuga á sænska markaðnum er gefinn kostur á því að kynna þjónustu sína og vörur á Íslandsdeginum 2003. Þátttökufrestur er til 7. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins í síma 545-9930 og sendiráð Íslands í Stokkhólmi í síma 0046-8-442-8300. Þá er bent á heimasíðu Íslandsdagsins sem er www.islandsdagurinn.nu og www.vur.is.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. febrúar 2003


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics