Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra veitir mannúðaraðstoð til Jemen 

Þjóðfáni Jemen
Yemen

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 10 milljónir kr. í mannúðaraðstoð til Jemen vegna versnandi ástands í kjölfar áframhaldandi átaka í landinu. Framlagið er veitt í gegnum Alþjóðamatvælastofnunina (World Food Program).

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent út sérstakt neyðarákall til að mæta brýnustu nauðsynjum, en gert er ráð fyrir að þörf sé á rúmum 270 milljónum Bandaríkjadala til að mæta kostnaði við neyðar- og mannúðaraðstoð næstu þrjá mánuði. Um 7.5 milljónir manna eru nú hjálpar þurfi í kjölfar harðnandi átaka í landinu. Vernd almennra borgara er forgangsmál í starfi alþjóðlegra hjálparstofnana. Brýn þörf er á lækningavörum, vatni, matvælaaðstoð, neyðarskýlum og aðstoð við skipulag flutninga hjálpargagna. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics