Hoppa yfir valmynd

Ráðherrafundur Barentsráðsins í Harstad í Norður-Noregi

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 30

Í dag var haldinn í Harstad í Norður-Noregi tíundi fundur utanríkisráðherra Barentsráðsins og sótti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundinn fyrir Íslands hönd.

Ráðherrar frá aðildarríkjum ráðsins (Norðurlöndum, Rússlandi og Evrópusambandinu) sóttu fundinn ásamt fulltrúum frá héruðum og sveitastjórnum ríkja á Norðurslóðum, þjóðþingum aðildarríkja, auk áheyrnarfulltrúa frá alþjóðlegum fjármálastofnunum, stofnunum Sameinuðu þjóðanna o.fl.

Á fundinum var megináherslan lögð á aukna samvinnu ríkja á Norðurslóðum á ýmsum sviðum, s.s. efnahagsþróunar, umhverfismála, félagsmála og málefna frumbyggja. Geir H. Haarde hafði framsögu um samstarf ríkjanna á sviði umhverfisverndar.

Í gær átti utanríkisráðherra tvíhliða fund með norska starfsbróður sínum, Jonas Gahr Støre. Á fundinum, sem haldinn var að frumkvæði Norðmanna, kynnti Støre stefnu nýrrar ríkisstjórnar Noregs í utanríkismálum. Ráðherrarnir ræddu samstarf ríkjanna m.a. innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og EES samstarfsins og ýmis alþjóðamál. Ennfremur var farið yfir tvíhliða samskipti ríkjanna, síldarviðræðurnar, Svalbarðamálið auk þess sem utanríkisráðherra gerði starfsbróður sínum grein fyrir stöðunni í varnarviðræðum Íslands og Bandaríkjanna.


Ályktun fundarins (PDF 35,8 Kb)

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics