Hoppa yfir valmynd

Breytingar í utanríkisþjónustunni

Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 1. nóvember og mun hann þá taka við embætti sendiherra í Berlín.

Um svipað leyti tekur Tómas Ingi Olrich við embætti sendiherra í París.

Jón Egill Egilsson sendiherra kemur til starfa í ráðuneytinu 1. nóvember á skrifstofu ráðuneytisstjóra.

Sigríður Ásdís Snævarr sendiherra gengur til liðs við alþjóðaskrifstofu í nóvember og mun einkum sinna undirbúningi og kynningu á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Kornelíus Sigmundsson sendiherra mun innan alþjóðaskrifstofu taka ábyrgð á Eystrasaltsráðinu og undirbúningi formennsku Íslands þar til 2005.

Skrifstofa stefnumótunar og ræðismála verður lögð niður í núverandi mynd og skiptast verkefni milli almennrar skrifstofu og skrifstofu ráðuneytisstjóra.

Björn Dagbjartsson sendiherra mun að eigin ósk láta af störfum í utanríkisrþjónustunni um næstu áramót.

Sighvatur Björgvinsson hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni en mun eftir sem áður vera forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar.

Lilja Viðarsdóttir mun flytjast frá skrifstofu ráðuneytisstjóra á viðskiptaskrifstofu.

Heiðrún Pálsdóttir verður starfsmaður almennrar skrifstofu og fer áfram með aðstoðarmálin.

Helga Þórarinsdóttir verður ritari forsætisráðherra.

Jörundur Valtýsson mun fá tímabundið leyfi úr utanríkisþjónustunni og flytjast til starfa í forsætisráðuneyti.

Bergdís Ellertsdóttir hefur verið skipuð sendiherra frá 1.september sl. fer til starfa í forsætisráðuneytinu.

Anna Katrín Vilhjálmsdóttir flytur frá skrifstofu þjóðréttarfræðings 1. desember nk. og tekur til starfa á alþjóðaskrifstofu/fjölþjóðleg þróunarsamvinna - alþjóðabanki.

Björn Ágúst Einarsson bifreiðarstjóri verður bifreiðarstjóri forsætisráðherra.

Albert Jónsson hefur verið fluttur til starfa sem sendiherra í utanríkisþjónustunni og hóf störf á skrifstofu ráðherra 15. september.

Kristján Andri Stefánsson, skrifstofustjóri hefur verið fluttur til starfa sem sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni frá 1. október og mun starfa á viðskiptaskrifstofu.

Margrét Hilmisdóttir verður ritari ráðherra

Jón Árnason og Þorkell Samúelsson bifreiðarstjórar munu koma til starfa í utanríkisráðuneyti.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics