Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs.

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti í dag 11. febrúar 2004, forseta Mósambík, Joaquim Alberto Chissano, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Mósambík.

Þróunarsamvinna Íslands og Mósambík hófst árið 1996. Fyrst var einkum um að ræða samstarf í sjávarútvegsgeiranum en í millitíðinni hefur það verið útvíkkað og tekur einnig til heilbrigiðis- og félagsmála og málefna kvenna.

Sendiráð Íslands í Mósambík var stofnað árið 2001 og er það fyrsta sendiráð Íslands í Afríku. Í umdæmi þess eru einnig nokkur önnur ríki í sunnanverðri Afríku.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics