Hoppa yfir valmynd

Stofnun stjórnmálasambands við Nauru

Undirritun stjórnmálasambands milli Íslands og Nauru
Undirritun stjórnmálasambands milli Íslands og Nauru

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Vinci Niel Clodumar, sendiherra og fastafulltrúi Nauru hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu 17. febrúar 2004, samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Nauru er eitt af fámennustu ríkjum heims, með aðeins liðlega 11 þúsund íbúa; á Kyrrahafseyju, sem er aðeins um 500 ferkílómetrar að stærð. Nauru hlaut sjálfstæði árið 1968. Efnahagur íbúanna er góður, en helstu landgæði eru auðugar fosfatnámur.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics