Hoppa yfir valmynd

Bátafólk í íslensku skipi í Miðjarðarhafinu

Útgerð og skipstjóri íslensks skips hafa leitað aðstoðar íslenskra stjórnvalda vegna 21 einstaklings sem fundust í morgun á þremur flotkvíum sem skipið dregur. Skipið er við siglingu á alþjóðlegu hafsvæði í Miðjarðarhafinu og virðist ljóst að fólkinu hafi verið komið fyrir á kvíunum í skjóli nætur. Telja verður að fólkið leiti leiða til að komast til Evrópu. Einn einstaklinganna mun hafa látið lífið áður en skipverjar urðu varir við fólkið.

Utanríkisráðuneytið hefur brýnt fyrir útgerð og skipstjóra að veita fólkinu alla nauðsynlega neyðarhjálp og hefur skipstjórinn komið fólkinu fyrir í tveimur björgunarbátum til bráðabirgða. Til stendur að taka fólkið um borð í skipið í birtingu á morgun, föstudag, en ekki er talið ráðlegt að ráðast í það í myrkri. Talsverð sigling er í næstu öruggu höfn sem mun vera á Möltu.

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um málið sem hefur haft samband við svæðisskrifstofur sínar á Möltu og Ítalíu. Utanríkisráðuneytið er með neyðarvakt vegna málsins og hefur virkjað hlutaðeigandi sendiskrifstofur til að vinna að lausn þess í samráði við útgerð skipsins.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics