Hoppa yfir valmynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs í janúar 2015

Greiðsluuupgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri versnaði verulega á milli ára og var neikvætt um tæpan 51 ma.kr. samanborið við 10,4 ma.kr. 2014. Þetta skýrist að stærstum hluta með útgreiðslum vegna leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána sem gjaldfærðar voru í lok árs 2014 en komu til greiðslu í janúar. Innheimtar tekjur lækkuðu um 8,8 ma.kr. milli ára en greidd gjöld jukust um 364 m.kr.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics