Hoppa yfir valmynd

Setning ráðstefnu um mikilvægi vetnistækni fyrir sjálfbæra þróun

FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu

Nr. 065

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra setti í dag ráðstefnu um mikilvægi vetnistækni fyrir sjálfbæra þróun, sem haldin er í Reykjavík. Í ávarpi sínu ræddi ráðherra meðal annars um aukið mikilvægi vistvænna orkugjafa í orkuöflun í heiminum og reynslu Íslendinga af nýtingu endurnýjanlegra orkulinda, sérstaklega á sviði jarðhita, en einnig áform um að nýta vetnistækni til að auka hlut endurnýjanlegrar orku enn frekar.

Fulltrúar tuttugu þróunarríkja taka þátt í ráðstefnunni sem utanríkisráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og umhverfisráðuneyti standa að í samvinnu við efnahags- og félagsmálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Þá tekur David Garman aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna þátt í ráðstefnunni.

Ráðstefnan er liður í alþjóðlegu kynningarstarfi á áherslum Íslendinga á sviði orkumála og lýkur á morgun. Markmið hennar er að ræða þýðingu vetnistækni fyrir þróunarríki og hvernig hún getur stuðlað að sveigjanlegri nýtingu endurnýjanlegrar orku í þágu sjálfbærrar þróunar og orkuöryggis. Niðurstöðum ráðstefnunnar verður m.a. fylgt eftir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og með hugsanlegum samstarfsverkefnum á sviði orkumála í þróunarríkjum.

Ávarp utanríkisráðherra á ráðstefnunni (á ensku) fylgir (48,8 KB).



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics