Hoppa yfir valmynd

Tvísköttunarsamningur við Úkraínu öðlast gildi

Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Úkraínu öðlaðist gildi 9. október sl. og kemur til framkvæmda 1. janúar 2009. Búist er við að samningurinn, sem kemur í veg fyrir tvísköttun á tekjur og eignir, auðveldi viðskipti milli landanna.

Samningurinn sem tekur til bæði tekna og eigna er byggður á fyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um tvísköttunarsamninga sem aðlöguð var skattkerfi hvors lands um sig. Helstu efnisatriði samningsins eru þau að samið var um 5% afdráttarskatt af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 25% í félaginu sem greiðir arðinn, en í öðrum tilvikum var samið um 15% afdráttarskatt. Þá var samið um 10% afdráttarskatt af vöxtum og þóknunum. Samkvæmt samningnum er frádráttaraðferð beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics