Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra átti sérstakan fund um flóttamannaneyð Íraks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og António Guterres
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og António Guterres

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) var meðal fjölmargra ráðamanna sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti á einkafundi í kringum leiðtogafund Afríkusambandsins í Gana. Sérstakt tilefni fundarins var flóttamannavandi Íraka og versnandi aðstæður almennings í landinu. Guterres staðfestir að 2 milljónir manna séu nú án athvarfs og á flótta í Írak og aðrar 2 milljónir á flótta utan landamæranna í nágrannaríkjum. Þau Ingibjörg Sólrún ræddu ítarlega viðbrögð alþjóðasamfélagsins og ráðherrann fræddist um hvers konar aðgerðir Flóttamannastofnun SÞ telur æskilegastar til að bæta aðstæður fólkins sem í hlut á.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics