Hoppa yfir valmynd

Gunnar Bragi Sveinsson nýr utanríkisráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson tekur við lyklum að utanríkisráðuneytinu úr hendi Össurar Skarphéðinssonar.

Nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Norðvestur kjördæmis,  tók í dag við embætti af Össuri Skarphéðinssyni, sem gengt hefur embætti utanríkisráðherra frá 1. febrúar 2009.  

Gunnar Bragi er fæddur árið 1968. Hann hefur setið á Alþingi frá 2009 og verið formaður þingflokks framsóknarmanna frá sama tíma. Sat  í utanríkismálanefnd 2011-2013, iðnaðarnefnd 2009-2011 og þingskapanefnd 2011-2013. Gunnar Bragi var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999. Hefur auk þess sinnt ýmsum störfum, m.a. sem framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, verslunarstjóri og ritstjóri.

Maki Gunnars Braga er Elva Björk Guðmundsdóttir, húsmóðir, og eiga þau fimm syni.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics