Hoppa yfir valmynd

Ráðherrafundur Evrópuráðsins í Strassborg 7. - 8. nóvember 2001

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 109

Í dag var haldinn ráðherrafundur Evrópuráðsins í Strassborg. Af hálfu Íslands sótti Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri, fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Aðalefni fundarins voru umræður um framlag Evrópuráðsins til baráttunnar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Aðildarríkin 43 samþykktu yfirlýsingu um að auka skilvirkni þeirra margvíslegu samninga á vettvangi Evrópuráðsins sem snúa að því að koma í veg fyrir hryðjuverk og fjármögnun þeirra. Samningar Evrópuráðsins eru grundvöllur fyrir víðtæku samstarfi aðildarríkjanna og hafa sérstöðu á alþjóðavettvangi.

Efling mannréttinda í Evrópu var einnig á dagskrá og áhersla lögð á að styrkja starfsemi Mannréttindadómstóls Evrópu. Fjöldi mála sem lagður er fyrir dómstólinn hefur margfaldast undanfarin ár og skapað mikið álag á starfsemina sem nauðsynlegt er að bregðast við.

Á fundinum voru eftirfarandi samningar undirritaðir af hálfu Íslands: Viðbótarbókun við Evrópusamninginn um gagnkvæma aðstoð í sakamálum, Evrópusamningur um vernd mynd- og sjónvarpsefnis og bókun við hann og að lokum viðbótarbókun um vernd einstaklinga gegn rafrænni notkun persónuupplýsinga.

Liechtenstein lét af formennsku í Evrópuráðinu á ráðherrafundinum. Litháen mun leiða starf Evrópuráðsins næstu sex mánuði.






Hjálagt fylgja yfirlýsingar fundarins


- SCAN3729.TIF

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics