Hoppa yfir valmynd

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar hæfnisnefnd vegna umsækjenda um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað þriggja manna hæfnisnefnd í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands til að meta hæfni umsækjenda um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.

Nefndina skipa Ásta Dís Óladóttir, lektor við Háskóla Íslands, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins, Jacqueline Clare Mallett, lektor við Háskólann í Reykjavík, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem skipaður er án tilnefningar og er jafnframt formaður nefndarinnar.

10 einstaklingar sóttu um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.

Áformað er að hæfnisnefndin skili niðurstöðum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. desember nk.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics