Hoppa yfir valmynd

Öflugt starf Norræna félagsins á Íslandi

Hlutverk Norræna félagsins er að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga við aðra Norðurlandabúa. Félagið var stofnað árið 1922 og starfar í 30 félagsdeildum um allt land að norrænum samvinnuverkefnum af ýmsu tagi. Mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkir starfsemi félagsins en á dögunum heimsóttu Ásdís Eva Hannesdóttir framkvæmdastjóri Norræna félagsins og Bogi Ágústsson formaður framkvæmdastjórnar þess ráðuneytið og kynntu áherslur félagsins og helstu verkefni fyrir ráðherra.

Meðal verkefna Norræna félagsins eru meðal annars sumarvinnuverkefnið Nordjobb, upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd, Norræna bókasafnavikan og Snorraverkefnin auk þess sem félagið skipuleggur fjölbreytt tungumálanámskeið.

Norræna félagið á Íslandi starfar náið með systurfélögum sínum á Norðurlöndunum. Samstarfsvettvangur félaganna nefnist Samband Norrænu félaganna / Foreningerne Nordens Forbund og er skrifstofa þess staðsett í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics