Hoppa yfir valmynd

Ráðherra frestar fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað sl. föstudag að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til að koma til móts við íslenska ferðaþjónustu vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Fyrsti gjalddaginn verður 1. desember 2021. Ráðherra hefur upplýst ríkisstjórn um málið. 

Hlutverk sjóðsins er að veita ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða ferðamönnum greiðslur sem höfðu verið greiddar vegna ferða sem var aflýst eða þær afpantaðar á tímabilinu 12. mars til og með 30. september 2020. Umfang lánveitinga sjóðsins nemur rétt rúmlega þremur milljörðum króna.Lántökum ber að endurgreiða sjóðnum innan sex ára og var fyrirhugað að fyrsti gjalddaginn yrði þann 1. mars 2021. Umsvif ferðaþjónustufyrirtækja hafa verið óveruleg vegna COVID-19 heimsfaraldursins og er sú staða enn uppi. Eðlilegt er því að fresta gjalddaga á fyrstu afborgunum. 

„Tilgangur sjóðsins er að aðstoða íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við að standa við skuldbindingar sínar og styrkja viðspyrnu þeirra að loknum kórónuveirufaraldrinum. Því er ljóst að innheimtuaðgerðir vegna gjalddaga 1. mars gætu leitt til gjaldþrota og myndi vinna gegn markmiðum sjóðsins. Hagsmunum ríkissjóðs og ferðaskrifstofa er því best borgið með því að gjalddaganum verði frestað til 1. desember,“ segir Þórdís Kolbrún. 

Ráðherra mun undirrita reglugerð sem staðfestir breyttan gjalddaga. 

Tags

17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics