Hoppa yfir valmynd

Nr. 009, 12. febrúar 1999: Svavar Gestsson skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 1. mars 1999.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 009
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að skipa Svavar Gestsson, alþingismann og fyrrverandi ráðherra, sendiherra í utanríkisþjónustinni frá 1. mars að telja og fela honum daglega yfirumsjón með þeim umfangsmiklu verkefnum landafundanefndar á vettvangi, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að standa fyrir í Kanada um árþúsundamót. Er þetta bæði gert til þess að tryggja að myndarlega verði staðið að því að minnast landafunda íslenskra manna vestanhafs fyrir þúsund árum og að 125 ár verða liðin árið 2000 frá því fyrstu Vestur-Íslendingarnir settust að í Kanada.
Hlutverk sendiherra verður jafnframt að styrkja þau bönd sem binda saman Íslendinga og fólk af íslenskum ættum sem nú býr í Kanada og skiptir a.m.k. tugum þúsunda. Sömuleiðis er ætlunin að leitast við að styrkja viðskiptatengsl landanna, ekki síst viðskiptatengsl Íslands við Manitóbafylki.
Í tengslum við þessa ákvörðun hefur því verið ákveðið að opna sérstaka skrifstofu í Winnipeg í Kanada sem Svavar veiti daglega forstöðu. Skrifstofan mun heyra stjórnsýslulega undir sendiráð Íslands í Washington sem jafnframt er sendiráð Íslands í Kanada.
Stofnun embættisins og skrifstofunnar er gerð í náinni samvinnu við stjórnvöld í Kanada og forsvarsmenn fólks af íslensku bergi brotið þar í landi og þær vinnunefndir sem það hefur skipað víða um landið í tilefni þessarra merku tímamóta.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 12. febrúar 1999.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics