Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra frá í 3-5 daga vegna meðferðar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fer í geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í næstu viku, en sjúkrahúsið hefur yfir að ráða tækjum sem ekki eru til hér á landi. Um er að ræða lokahnykk á meðferð sem hófst í lok september sl. þegar Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð til að fjarlægja heilaæxli.

Ráðherra heldur utan á fimmtudag en gert er ráð fyrir að hún verði 3-5 daga frá vinnu.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics