Hoppa yfir valmynd

Loftlagssamningur eftir Kaupmannahafnarráðstefnuna: Opinn fyrirlestur prófessors Jagdish Bhagwati

Jagdish Bhagwati, hagfræðingur og prófessor við Columbia háskólann í New York, mun halda fyrirlestur undir yfirskriftinni ,,After Copenhagen: Designing the Climate Change Treaty" fimmtudaginn 24. júní kl. 12 til 13 í sal 105 á Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Bhagwati er einn virtasti fræðimaður heims á sínu sviði en hann hefur hlotið mikið lof fyrir skrif sín um alþjóðavæðingu og frjáls viðskipti. Fyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, er öllum opinn.  Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, stjórnar fundi. Fundurinn er haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins, hagfræðideilar Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar. Sjá nánar eftirfarandi auglýsingu.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics