Hoppa yfir valmynd

Glossary

WordExplanation
Absorption Capacity= ViðtökugetaThe extent to which a country, organisation or community is able to use development assistance productively to achieve development goals.

Geta lands, skipuheildar eða samfélags til að nýta sér þróunaraðstoð á gagnlegan hátt til að ná þróunarmarkmiðum.
Accountability = ÁbyrgðarskyldaObligation to demonstrate that work has been conducted in compliance with agreed rules and standards or to report fairly and accurately on performance and results vis a vis mandated roles and/or plans. Accountability requires that decision makers be held responsible for the exercise of authority invested in them, i.e. that there must be an established structure for addressing responsibility, reliability, confidence and transparency in all relevant matters of development concern and cooperation between partners.

Skylda til að sýna fram á að starfsemi hafi farið fram í samræmi við samþykktar reglur og kröfur eða skylda til að greina réttilega og nákvæmlega frá framkvæmd og niðurstöðum í samræmi við tilskipanir og/eða áætlanir. Með ábyrgðarskyldu er þess krafist að þeir sem taka ákvarðanir séu dregnir til ábyrgðar vegna framkvæmda í þeirra umboði. Nauðsynlegt er að ákveðið skipulag sé fyrir hendi þar sem kveðið er á um ábyrgð, áreiðanleika, traust og gegnsæi í öllum málum viðkomandi þróunarstarfinu og samstarfi aðila.
Accounting = Reikningshald/bókhaldThe bookkeeping methods, systems, procedures and activities involved in preparing, making and documenting financial records of transactions and in the preparation of financial statements.

Bókhaldsaðferðir, kerfi, ferlar og starfsemi sem varða undirbúning, gerð og skráningu gagna um fjárhagsfærslur og undirbúning reikninga.
Accounting standards - financial reporting standards = Reikningshalds-/bókhaldsstaðlarA set of standards stating how particular types of transactions and other events should be accounted for and reflected in the financial statements.

Staðlar þar sem kveðið er á um hvernig gera eigi grein fyrir og fjalla um ákveðnar gerðir færslna og annarra atriða í reikningum.
Activity = Aðgerð, verkþátturActions taken or work performed through which inputs, such as funds, technical assistance and other types of resources are mobilised to produce specific outputs.

Framkvæmd eða starfsemi þar sem nýtt eru aðföng, s.s. fjármagn, tæknileg aðstoð eða annars konar aðföng til að framleiða tiltekna afurð.
Advocacy= MálsvörnAdvocacy refers to individuals and groups acting to influence public policy, appropriations and the distribution of other resources as well as political, economic and social decisions. Advocacy is communicated and cases followed up in various ways, for example through the media, public gatherings and research.

Málsvörn vísar til þess þegar einstaklingar og hópar beita sér til að hafa áhrif á opinbera stefnu, fjárveitingar og dreifingu annarra gæða, og á ákvarðanir af pólitískum, efnahagslegum og félagslegum toga. Málsvarnarstarfi er komið á framfæri og málum fylgt eftir með margvíslegum hætti, t.d. í gegnum fjölmiðla, opinberar samkomur og með rannsóknum.
Aid activity = ÞróunarumsvifCan be a project or a programme, a cash transfer or delivery of goods, a training course or a research project, a debt relief operation or a contribution to a non-governmental organisation.

Um getur verið að ræða verkefni eða verkefnastoð, fjármagnsmillifærslu eða vöruafhendingu, námskeið eða rannsóknarverkefni, skuldaafléttingaraðgerð eða framlag til félagasamtaka.
Aid modalities = Nálganir í þróunarsamvinnuAid is provided through a mix of modalities including project, sector and budget support.

Aðstoð er veitt með mismunandi hætti, t.d. verkefna-, geira- eða fjárlagastuðningur.
Alignment = SamhæfingSupport is based on partner countries' national development strategies, institutions and procedures.

Aðstoð sem byggist á þróunaráætlun, stofnunum og starfsháttum samstarfslandanna.
 
Appraisal = Mat á tillögumQuality control of a programme proposal that assesses relevance, feasibility, potential risk and sustainability of a programme prior to a decision of funding.

Gæðaeftirlit með tillögu að verkefnastoð þar sem metið er vægi eða tilgangur, hagkvæmni, möguleg áhætta og sjálfbærni verkefnastoðarinnar áður en stuðningur er ákveðinn.
Assumptions (Logical Framework) = Forsendur (Rökrammi)Hypotheses about factors or risks which could affect the progress or success of a project/programme.

Tilgátur um áhættuþætti sem gætu haft áhrif á framvindu eða árangur verkefnis/verkefnastoðar.
Attribution = EignunThe ascription of a causal link between observed (or expected to be observed) changes and a specific intervention.

Orsakatengingar milli merkjanlegra eða væntanlegra breytinga og ákveðinnar íhlutunar.
Audit = EndurskoðunAn external or internal independent examination which shall do any of the following: Give assurance on the truth and fairness of an entity's financial records and financial information; evaluate and give attestation of financial accountability, internal control or compliance with applicable statutes and regulations; appraise performance and/or quality management.

Sjálfstæð ytri eða innri athugun sem ætlað er eftirfarandi: Að veita fullvissu fyrir því að fjárhagsfærslur og -upplýsingar um aðila séu sannar og réttmætar, meta og votta fjárhagsábyrgð, innra eftirlit og fylgni við viðeigandi lög og reglugerðir, meta frammistöðu og/eða gæðaeftirlit.
 
Audit of financial statements = Endurskoðun reikningaAuditing performed in order to express an opinion on whether the financial statements present fairly, in all material respects the financial position in accordance with an identified and applicable financial reporting framework.

Endurskoðun sem unnin er til þess að gefa álit á því hvort reikningar sýni fjárhagsstöðuna réttilega og að öllu leyti í samræmi við skilgreind og viðeigandi viðmið um reikningsskil.
Audit opinion = EndurskoðunarálitAn unqualified audit opinion is expressed when the auditor concludes that the financial statements give a true and fair view (or are presented fairly, in all material respects,) in accordance with the applicable financial reporting framework.

Endurskoðunarálit er veitt án fyrirvara þegar endurskoðandinn kemst að þeirri niðurstöðu að (árs)reikningar gefi sanna og glögga mynd í samræmi við viðeigandi reikningsskilavenju.
Audit report = EndurskoðunarskýrslaThe auditor's report where (among other) audit objectives, scope and findings of the audit are described. The report on audit of financial statements contains a clear written audit opinion on the financial statements as a whole.

Skýrsla endurskoðanda þar sem m.a. markmiði, umfangi og niðurstöðum endurskoðunarinnar er lýst. Í skýrslu um endurskoðun ársreikninga er skýr, skrifleg endurskoðunaráritun fyrir allan (árs)reikninginn.
Audit services = EndurskoðunarþjónustaMust be provided by a professional auditor with applicable certification for carrying out the audit, i.e. either the Auditor General in the country or a professional accountant in public practice. Audit must be carried out according to the professional (international) auditing standards applicable for the engaged professional.

Felur í sér að faglegur endurskoðandi með viðeigandi löggildingu framkvæmi endurskoðun, þ.e. annaðhvort Ríkisendurskoðun eða sjálfstæður, löggiltur endurskoðandi. Endurskoðun skal framkvæmd samkvæmt alþjóðlegum, faglegum stöðlum sem eiga við viðkomandi fagaðila.
Auditor General = Supreme Audit Institution (SAI) = RíkisendurskoðunThe public body of a State that by law has the highest auditing function of that State.

Opinber aðili sem samkvæmt lögum ríkis hefur æðsta endurskoðandahlutverk þess.
Base-line data = GrunnviðmiðData describing the situation prior to a programme intervention, against which progress can be assessed or comparisons made.

Viðmið sem lýsa stöðu áður en verkefnastoð hefst sem hægt er að miða við síðar og hafa til samanburðar þegar árangur er metinn.
Benchmark = VarðaReference point or standard against which performance or achievements can be assessed.

Viðmiðun eða mælikvarði sem hægt er að nota til að meta frammistöðu eða árangur.
Beneficiaries = HaghafarThe individuals, groups, or organisations, whether targeted or not, that benefit directly or indirectly, from the development effort.

Einstaklingar, hópar eða samtök, hvort sem þeir eru innan eða utan þess markhóps sem þróunarstarfið beinist að, sem hafa beinan eða óbeinan hag af starfinu.
Bilateral assistance = Tvíhliða aðstoðAssistance given directly by a donor country to an aid recipient country.

Aðstoð sem gjafaríki veitir viðtökuríki milliliðalaust.
Budget = Rekstrarfjárhagsáætlun A document that translates plans into money. Also Government budget: a legal document describing the revenues and expenses of the government.

Skjal þar sem gerð er grein fyrir peningahlið áætlana. Einnig Ríkisfjárlög: Lagagerningur þar sem lýst er tekjum og útgjöldum ríkisins.
Capacity building= FærniuppbyggingCapacity building is a process where individuals, organisations and communities develop their ability to complete the subject matters that need to be tackled. Capacity is based on many factors, including knowledge and an ability to lead, connect with others and evaluate but also the systems and processes that are all around, including power structures, norms and values. The main objective of capacity building is to enhance one's ability to discuss, evaluate and decide on important questions linked to choosing what to do and how. An understanding of the needs of those in question as well as of the possibilities and restrictions of the situation is key.

Færniuppbygging er ferli sem felur í sér að einstaklingar, skipuheildir og samfélög þrói hæfni sína til að leiða til lykta þau viðfangsefni sem takast þarf á við. Færni byggir á mörgum þáttum. Þar á meðal er kunnátta, geta til að leiða, tengjast öðrum og meta, en einnig þau kerfi og ferlar sem eru umlykjandi, þar á meðal valdakerfi, norm og gildi. Grundvallarmarkmið færniuppbyggingar er að bæta getu sína til að fjalla um, leggja mat á og taka ákvarðir um mikilvægar spurningar sem tengjast vali á hvað skuli gera og hvernig. Skilningur á þörfum þeirra sem um ræðir og á möguleikum og takmörkunum í stöðunni er þar lykilatriði.
Capacity development = Uppbygging getuThe process by which individuals, groups and organisations develop their capability to identify and deal with challenges that they meet in the development process.

Einstaklingar, hópar eða skipuheildir þróa hæfni sína til að greina og ráða við áskoranir sem þau mæta í þróunarferlinu.
Change management = BreytingastjórnunIdentifies, describes, classifies, assesses, approves or rejects, realises and verifies changes. Changes can be requested by any party and have to be managed and communicated to all relevant interested parties.

Felur í sér skilgreiningar, lýsingu, flokkun, mat, samþykki eða synjun, framkvæmd og staðfestingu breytinga. Allir samstarfsaðilar geta beðið um breytingar. Nauðsynlegt er að stjórna breytingum og kynna þær fyrir viðkomandi hagsmunaaðilum.
Civil society organisations= BorgarasamtökA diverse group of organisations and communities dealing with various issues, ideals and interests which participants represent on their own accord, outside of the formal structures of power and without the purpose of creating profit for its owners. Many civil society organisations are driven, at least in some part, by volunteers. It is assumed that they have a formal organisational structure and that the division of responsibilities is clear.

Fjölbreytt flóra samtaka og bandalaga um margvísleg málefni, hugsjónir og hagsmuni sem þátttakendur standa fyrir af eigin hvötum, utan við hið formlega valdakerfi og án þess að vera ætlað að skapa eigendum sínum arð. Mörg borgarasamtök eru knúin áfram, a.m.k. að einhverju leyti, af sjálfboðaliðum. Gert er ráð fyrir að þau hafi formlegt stjórnskipulag og að ábyrgðarskipting sé skýr.
Civil society= Borgaralegt samfélagA platform where people meet to have a discourse and act, at the junction of the formal system of governance, the market place and family. Civil society can consist of various organisations, interest groups, religious communities, cooperative enterprises, informal groups and diverse social movements such as international organisations, the academic and research community and independent media.

Vettvangur, þar sem fólk mætist til orðræðu og athafna, á mótum hins formlega kerfis ríkisvalds, markaðar og fjölskyldu. Borgarasamfélagið getur samanstaðið af margskonar félagasamtökum, hagsmunaaðilasamtökum, trúfélögum, samvinnufélögum, óformlegum hópum og margskonar félagslegum hreyfingum eins og alþjóðasamtökum, háskóla- og rannsóknasamfélaginu og sjálfstæðum fjölmiðlum.
Co-financing arrangements = SamfjármögnunVarious models of joint donor funding of a project or a programme, between bilateral partners or bilateral /multilateral partners.

Ýmsar gerðir sameiginlegrar fjármögnunar á verkefni eða verkefnastoð þar sem um er að ræða tvíhliða samstarfsaðila eða ýmist tvíhliða samstarfsaðila eða fjölþjóðlega samstarfsaðila.
Coherence = SamhengiThe need to assess other policies and programmes which affect the intervention, for example humanitarian and trade policies and programmes.

Þörfin til að meta aðrar stefnur og verkefnastoðir sem áhrif hafa á framkvæmd, t.d. stefnur og verkefnastoðir í mannúðarmálum og viðskiptum.
Conditionality = SkilyrðiDonors will switch from reliance on prescriptive conditions about how and when aid money is spent to conditions based on the developing country's own development objectives.

Gjafar hverfa frá því að nota hefðbundin skilyrði fyrir því hvernig og hvenær þróunarframlögum er ráðstafað til þess að skilyrðin eru byggð á þróunarmarkmiðum samstarfslandsins.
Contribution = FramlagThe financial and/or professional support to a project/programme.

Fjárhagslegur og/eða faglegur stuðningur við verkefni eða verkefnastoð.
 
Coverage = ÞekjunRefers to which groups are included/excluded from a project/programme, sometimes in a geographical context, and the different impact on those included and excluded.

Vísar til þess hvaða hópar njóta góðs af verkefni/verkefnastoð, stundum í landfræðilegu samhengi, og ólík áhrif á þá sem verkefni nær til þá sem standa utan þess.
Data Collection Tools = GagnaöflunMethodologies used to identify information sources and collect information for example during an evaluation.

Aðferðafræði sem notuð er við auðkenningu upplýsinga og söfnun þeirra, t.d. við úttektir.
Development cooperation= ÞróunarsamvinnaDevelopment cooperation involves providing people in low-income countries with financial, social and technological assistance with the aim of improving economic and social structures in the long term. Official development assistance is the contribution of public entities to low-income countries. The main objective of official development assistance is economic development and welfare for all. The contributions can be grants or loans with incentives. According to the criteria of the OECD-DAC, all contributions have to convey a grant element of at least 25%.

Þróunarsamvinna er fólgin í því að veita fólki í lágtekjulöndum fjárhagslega, félagslega og tæknilega aðstoð með það að meginmarkmiði að ýta undir efnahags- og félagslega uppbyggingu til lengri tíma. Opinber þróunarsamvinna (Official Development Assistance (ODA)) eru framlög opinberra aðila til lágtekjuríkja. Meginmarkmið opinberrar þróunarsamvinnu er efnahagsleg þróun og velferð fyrir allra. Framlögin geta verið styrkir eða lán með ívilnunum. Samkvæmt viðmiði OECD- DAC þurfa framlögin að hafa a.m.k. 25% einkenni styrks.
Development/Donor intervention = ÞróunaríhlutunA time bound effort to promote development.

Tímabundin íhlutun til að stuðla að þróun.
Direct budget support = Fjárlagastuðningur – beinnA method of financing a partner country's budget through a transfer of resources from a donor to the partner government's national treasury. The funds thus transferred are managed in accordance with the recipient budgetary procedures. Excluded are funds transferred to the national treasury, with the intention of earmarking the resources for specific uses (programmes or projects).

Fjárlög samstarfslands eru fjármögnuð með fjárframlögum beint frá gjafa inn í ríkissjóð samstarfslandsins, þ.e. fjármagni er ráðstafað í samræmi við reglur viðtökuríkisins um gerð og framkvæmd fjárlaga. Hér er undanskilið eyrnamerkt fjármagn sem rennur í ríkissjóð ef ætlunin er að nýta féð til ákveðinna nota, þ.e. í tiltekið verkefni eða verkefnastoð.
Economic = EfnahagsmálIssues of or relating to the economy, the system of production and management of material wealth.

Málefni sem lúta að eða tengjast efnahag, framleiðslukerfi eða efnahagsstjórnun.
Effectiveness = MarkvirkniProducing/causing the desired or intended result. The extent to which the development intervention's objectives were achieved, or are expected to be achieved, taking into account their relative importance.

Það að ná fram/valda æskilegri eða tilætlaðri niðurstöðu. Vísað er til þess að hve miklu leyti þróunaríhlutun nær settum eða væntanlegum markmiðum, að teknu tilliti til hlutfallslegs mikilvægis þeirra.
Efficiency = SkilvirkniThe ability to do something well or achieve a desired result without wasted energy or effort.

Hæfni til að gera eitthvað vel eða að ná tilætluðum árangri án sóunar á orku og fyrirhöfn.
Empowerment = ValdeflingEmpowerment is a multi-dimensional social process to enhance the abilities and strengths of individuals or groups to control their lives and situation, deal with the issues they identify as important and protect their rights. The concept includes a challenge of accepted ideas about how the society and individual aspects within it function and how it can become.

Valdefling er félagslegt ferli sem hefur margar víddir og felur í sér að efla getu og styrk einstaklinga eða hópa til að hafa stjórn á lífi sínu og aðstæðum, takast á við þau málefni sem þeir skilgreina mikilvæg og standa vörð um réttindi sín. Í hugtakinu felst áskorun á viðteknar hugmyndir um hvernig samfélagið og einstakir þættir innan þess virka og hvernig það getur orðið.
Evaluation = ÚttektA systematic and objective assessment of an on-going or completed programme and policy, its designs, implementation and results.

(Independent) External Evaluation: An evaluation carried out by entities and persons free of the control of those responsible for the design and implementation of the development intervention.

Internal Evaluation: Evaluation of a development intervention conducted by a unit and/or individuals reporting to the management of the donor, partner, or implementing organisation.

Joint Evaluation: Performed together with other donors and/or together with the partner.

 

Kerfisbundið og hlutlægt mat á yfirstandandi verkefnastoð eða slíkri stoð, sem er lokið, og á stefnumáli, gerð þess, framkvæmd og árangri.

(Óháð), ytri úttekt: Mat, unnið af aðilum og einstaklingum sem eru óháðir þeim sem bera ábyrgð á gerð og framkvæmd þróunaríhlutunarinnar.

Innri úttekt: Úttekt á þróunaríhlutun sem er unnin af deild og/eða einstaklingum sem heyra undir gjafa, samstarfsaðila eða framkvæmdaraðila.

Sameiginleg úttekt: Framkvæmd í félagi við aðra gjafa og/eða samstarfsaðila.
Evaluation = ÚttektA systematic and objective assessment of an on-going or completed programme and policy, its designs, implementation and results.

(Independent) External Evaluation: An evaluation carried out by entities and persons free of the control of those responsible for the design and implementation of the development intervention.

Internal Evaluation: Evaluation of a development intervention conducted by a unit and/or individuals reporting to the management of the donor, partner, or implementing organisation.

Joint Evaluation: Performed together with other donors and/or together with the partner.

 

Kerfisbundið og hlutlægt mat á yfirstandandi verkefnastoð eða slíkri stoð, sem er lokið, og á stefnumáli, gerð þess, framkvæmd og árangri.

(Óháð), ytri úttekt: Mat, unnið af aðilum og einstaklingum sem eru óháðir þeim sem bera ábyrgð á gerð og framkvæmd þróunaríhlutunarinnar.

Innri úttekt: Úttekt á þróunaríhlutun sem er unnin af deild og/eða einstaklingum sem heyra undir gjafa, samstarfsaðila eða framkvæmdaraðila.

Sameiginleg úttekt: Framkvæmd í félagi við aðra gjafa og/eða samstarfsaðila.
Feasibility study = HagkvæmniathugunAssesses if the practical conditions exist for successful implementation of a programme.

Með henni er metið hvort hagkvæm skilyrði séu fyrir hendi fyrir árangursríka framkvæmd verkefnastoðar.
Feedback = EndurgjöfThe transmission of findings generated through a review process to parties for whom it is relevant and useful so as to facilitate learning.

Hlutaðeigandi aðilum hafa verið kynntar niðurstöður, sem fengist hafa í matsferli, með það að markmiði að stuðla að þekkingu.
Final report = LokaskýrslaReporting at the end of an intervention. Addresses the same topics as a progress report for the entire programme period and also gives assessment of the; effectiveness, impact (if possible), sustainability, and states the “lessons learned”.

Skýrslugjöf við lok íhlutunar. Þar er fjallað um sömu atriði og í framvinduskýrslu sem lýtur að öllu tímabilinu og jafnframt er lagt mat á markvirkni, áhrif (ef hægt er), sjálfbærni og tilgreindur er sá lærdómur sem draga má af íhlutuninni.
Financial = FjármálIssues related to revenue, costs, investments and funding.

Mál sem tengjast tekjum, kostnaði, fjárfestingum og fjármögnun.
Financial management = FjármálastjórnunFinancial management encompasses the two core processes of resource management and finance operations.

Nær bæði yfir aðfangastjórnun og fjármálaumsýslu.
Financial plan = FjármögnunaráætlunPlan showing contributions from various sources.

Áætlun sem sýnir framlög ýmissa aðila.
Financial statements = ReikningarReports about the financial position, performance and changes in financial position of a project or a programme.

Skýrslur um efnahag, rekstrarárangur og breytingar á efnahag verkefnis eða verkefnastoðar.
Findings = NiðurstöðurA finding (in an evaluation) uses evidence from one or more evaluations to allow for a factual statement.

Niðurstaða (í úttekt) styðst við gögn úr einni eða fleiri úttektum til að fá út raunsanna staðhæfingu.
Fungibility = ÚtskiptanleikiAid intended for specific purposes substitutes for spending that recipient governments would have undertaken anyway and the funds that are thereby freed up are spent for other purposes.

Aðstoð, sem ætluð er til ákveðinna nota, kemur í stað fjárútláta sem ríkisstjórnir viðtökuríkis hefðu hvort sem er ráðist í. Fjármagnið, sem þannig sparast, fer til annarra nota.
Gender = KyngerviThe social differences and relations between men and women that are learned, changeable over time, and have wide variations both within and between societies and cultures. These differences and relationships are socially constructed and are learned through the socialization process. They determine what is considered appropriate for members of each sex. They are context-specific and can be modified.

Hugmyndir um félagslegan mun kvenna og karla og tengsl kynjanna sem eru lærðar, breytilegar í tíma og mismunandi innan og milli samfélaga og menningarhópa Þessar hugmyndir mótast af félagslegu umhverfi og lærast í gegnum félagsmótunarferla. Þær ákvarða hvað er álitið viðeigandi fyrir einstaklinga af hvoru kyni. Þær eru háðar samhengi og breytanlegar.
Gender blindness = KynblindaThe specialised needs and experience of men and women are often ignored under the banners of gender blindness. Neutral provisions often have worse consequences for one of the genders. For this reason, it is necessary to keep gender and gender equality perspectives in mind in all decision-making.

Undir merkjum kynhlutleysis er oft litið fram hjá sértækum þörfum og reynslu karla og kvenna. Hlutlaus ákvæði hafa oft verri afleiðingar fyrir annað kynið. Því er nauðsynlegt að hafa kynja- og jafnréttissjónarmið í huga við alla ákvarðanatöku.
Gender budgeting = Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerðThe application of gender mainstreaming in the budgetary process. It means incorporating a gender perspective at all levels of the budgetary process and restructuring revenues and expenditures in order to promote gender equality.

Aðferðum kynjasamþættingar beitt við fjárhagsáætlunargerð. Í því felst að kynjasjónarmið eru höfð að leiðarljósi á öllum stigum fjárhagsáætlunargerðar og tekjur og útgjöld eru endurskipulögð í þeim tilgangi að stuðla að jafnrétti kynjanna.
Gender equality = Jafnrétti kynjannaGender equality is based on women and men enjoying the same rights and opportunities so that behaviour, expectations, wishes and needs of women and men are equally valued. Gender equality means that both genders are equally visible in the community, they have equal power and participate in the public life and the private life to an equal degree.

Kynjajafnrétti byggist á konur og karlar njóti sömu réttinda og tækifæra þannig að hegðun, væntingar, óskir og þarfir kvenna og karla séu jafnmikils metnar. Jafnrétti kynjanna þýðir að kynin séu jafn sýnileg í samfélaginu, þau séu jafn valdamikil og taki þátt í opinberu lífi og einkalífi í jöfnum hlutföllum.
Gender mainstreaming = KynjasamþættingThe view that gender equality issues are issues that concern society as a whole. Gender regarded as a fundamental criterion when new policies are being formulated or when public decisions are being made. The goal is to introduce a gender perspective into all strategic planning within the community, to redefine the traditional roles of the genders and to enable both women and men to integrate family life and professional life.

Sú skoðun að jafnréttismál séu mál samfélagsins í heild. Gert er ráð fyrir því að kynferði verði grundvallarforsenda við mótun nýrrar stefnu eða við töku ákvarðana á opinberum vettvangi. Markmiðið er að sjónarhorni kynferðis sé fléttað inn í alla stefnumótun innan samfélagsins, hefðbundin hlutverk kynjanna endurskilgreind og bæði konum og körlum gert kleift að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf.
Gender parity = KynjajafnvægiAn equal proportion of genders in certain positions, e.g. on committees and in councils.

Jöfn hlutföll kynja í tilteknum störfum, t.d. nefndum og ráðum.
Gender roles = KynhlutverkThe roles and tasks that the genders are expected to perform respectively in society and which are often based on stereotypical ideas on the abilities and nature of the genders.

Þau hlutverk og störf sem kynjunum er ætlað að sinna í samfélaginu sem byggjast oft á stöðluðum hugmyndum um getu og eðli kynjanna.
Gender-sensitive indicators = Kynnæmir vísarIndicators disaggregated by sex, age and socio-economic background. They are designed to demonstrate changes in relations between women and men in a given society over a period of time. The indicators comprise a tool to assess the progress of a particular development intervention towards achieving gender equality. (Sex-disaggregated data demonstrates whether both women and men are included in the programmes or projects as agents/project staff, and as beneficiaries at all levels). The approach allows for effective monitoring and evaluation.

Vísar sem aðgreina eftir kyni, aldri og félags- og efnahagslegum bakgrunni. Þeir eru hannaðir til að sýna breytingar í tengslum kvenna og karla í tilteknu samfélagi og yfir tímabil. Vísarnir eru verkfæri til að meta framvindu tiltekinnar þróunaríhlutunar í þágu kynjajafnréttis. (Kyngreindar upplýsingar sýna hvort bæði konur og karlar eiga aðild að verkefnastoðum og verkefnum sem þátttakendur/starfsfólk og sem haghafar á öllum stigum). Nálgunin gerir ráð fyrir markvirkri vöktun og mati.
General budget support = Fjárlagastuðningur – almennurSub-category of direct budget support. Dialogue between donors and partner governments focuses on overall policy and budget priorities.

Undirflokkur beins fjárlagastuðnings. Í viðræðum gjafa og stjórnvalda samstarfslands er lögð áhersla á almenna stefnu og forgangsröðun.
Goal = TakmarkRef. objective.

Sjá markmið.
 
Governance = StjórnhættirPolitical, social. economic and administrative systems that are in place, which directly or indirectly affect the use, development and management of resources and the delivery of public service and different levels of society.

Þau stjórnmálalegu, félagslegu og hagfræðilegu kerfi sem eru til staðar og beint eða óbeint hafa áhrif á notkun, þróun og stjórnun auðs og þjónustu hins opinbera í ólíkum stigum samfélagsins.
Harmonisation = SamræmingInternational efforts to reconcile procedures for the planning, monitoring, execution and as well as of regulations governing financial transfers, procurement and recruitment of external staff.

Alþjóðleg viðleitni til að samræma aðferðir við skipulagningu, vöktun og framkvæmd þróunarsamvinnu auk regluverks um fjármagnsflutninga, innkaup og ráðningu utanaðkomandi starfsfólks.
Human rights= MannréttindiHuman rights are based on the United Nations Universal Declaration of Human Rights from 1948 and the United Nations Human Rights Conventions that have been made since then. They are inalienable, indivisible and absolute. Two main values of the human rights concept are that everyone is able to live with dignity and have equal rights irrespective of gender, sexual orientation, race, colour, language, religion, political or other views, nationality or social status, disabilities, assets, origin or other social conditions. Human rights also include protection against any kind of violence and they are based on the respect for the individual. In legal terms, human rights are expected to ensure the rights of individuals and groups and provide protection against any kind of actions, or lack thereof, by the government that threaten the basic rights and dignity of people.

Mannréttindi byggjast á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og þeim mannréttindasáttmálum SÞ sem síðar hafa verið gerðir. Þau eru óafsalanleg, ódeilanleg og algild. Tvö megingildi mannréttindahugtaksins eru að öllum sé fært að lifa með reisn og hafi jafnan rétt óháð kyni, kynhneigð, kynþætti, litarhætti, tungu, trúarbrögðum, stjórnmála- eða öðrum skoðunum, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, fötlun, eignum, uppruna eða öðrum félagslegum aðstæðum. Í mannréttindum felst einnig vernd gegn ofbeldi af öllum gerðum og þau grundvallast á virðingu fyrir einstaklingnum. Mannréttindum er í lagalegum skilningi ætlað að tryggja einstaklingum og hópum réttindi og vernd gegn hvers konar aðgerðum, eða aðgerðaleysi stjórnvalda, sem vegur að grundvallarréttindum eða mannvirðingu fólks.
Humanitarian assistance = MannúðaraðstoðHumanitarian assistance aims to save lives, ease the suffering of those in distress and uphold human dignity in emergencies, whether man-made or caused by forces of nature. Operations aim to protect citizens, rebuild societies and provide food, water, shelter, sanitary facilities and health care. Humanitarian assistance supports the improvement of prevention and preparedness due to major accidents, natural disasters and wars. When the situation allows it, refugees are given the opportunity to return to their former homes..

Mannúðaraðstoð miðar að því að bjarga mannslífum, lina þjáningar nauðstaddra og viðhalda mannlegri reisn á neyðarsvæðum, hvort heldur neyðin er af völdum manna eða náttúruafla. Aðgerðir miða að vernd borgara, endurreisn samfélags og veitingu fæðu, vatns, skjóls, hreinlætisaðstöðu og heilsugæslu. Mannúðaraðstoð stuðlar að uppbyggingu varna og viðbúnaðar vegna stórslysa, náttúruhamfara og styrjalda. Þegar aðstæður bjóða er flottafólki gert kleift að snúa aftur til fyrri heimkynna.
Impact = Áhrif The effect of activities (project/programme) on the surroundings or beneficiaries.

Afleiðingar starfsemi (verkefnis/verkefnastoðar) á umhverfið eða haghafa. Koma oft í ljós eftir verklok.
Indicator = Mælikvarði, vísirQuantitative or qualitative factor or variable that provides a simple and reliable means to measure achievement, to reflect changes connected to a programme, or to help assess the performance of a development actor.

Megindlegur eða eigindlegur þáttur eða breyta sem felur í sér einfaldar og áreiðanlegar leiðir til að mæla árangur, endurspegla breytingar sem tengjast verkefnastoð, eða veita aðstoð við mat á frammistöðu þróunaraðila.
Input = AðföngThe resources used to deliver activities/tasks of a project/programme, including people, money, expertise, technology and information.

Þær bjargir sem notast er við til að framkvæma verkefni/verkefnastoð, þ.m.t. mannauður, fjármunir, sérþekking, tækni og upplýsingar.
Internal control = Innra eftirlitAn integral component of a management structure that provides reasonable assurance that the following objectives are being achieved:

• Effectiveness and efficiency of operations

• Reliability of financial reporting

• Compliance with applicable laws and regulations.

 

Óaðskiljanlegur þáttur stjórnunareiningar sem fylgist með eftirfarandi þáttum:

• markvirkni og skilvirkni starfseminnar,

• áreiðanleika reikningsskila,

• fylgni við viðeigandi lög og reglugerðir.
Joint Financing Arrangements JFA = Samkomulag um samfjármögnunArrangement/agreement where several donors and a partner country agree on common procedures for joint support, for instance for budget support to the national plan/sector/ programme/PRSP as well as other interventions where pooling of funds is chosen.

Ráðstafanir eða samkomulag þar sem ýmsir gjafar og samstarfsland sammælast um almennar verklagsreglur er varða sameiginlegan stuðning, t.d. fjárhagslegan stuðning við opinber verkefni, svið, verkefnastoðir eða áætlanir stjórnvalda gegn fátækt (PRSP) sem og aðrar íhlutanir þar sem samfjármögnun er valin.
Kiss = KissSimplicity should be a key goal and that unnecessary complexity should be avoided - Keep It Short and Simple.

Einfaldleiki á að vera aðalmarkmiðið og forðast ætti óþarfa flækjur. Stutt og laggott er lagið.
 
Laws against discrimination= Bann við mismununThe principle of equality or laws against discrimination is one of the main basic ideas regarding human rights and it is present in all of the main human rights agreements. To discriminate means to show partiality, to treat people in the same position differently, on the basis of certain qualities. Treating people this way, without objective or factual reasons, goes against the principle of equality. Everyone should be equal under the law without regard to gender, age, disabilities, religion, opinions, ethnic origin, colour, sexual orientation, economic status, lineage or position in any other way.

Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda og er hana að finna í öllum helstu mannréttindasamningum. Að mismuna merkir að fara í manngreinarálit, koma ólíkt fram við einstaklinga sem eru í sömu stöðu, á grundvelli ákveðinna eiginleika. Þegar komið er fram á þennan hátt, án þess að hlutlægar eða málefnalegar ástæður liggi til grundvallar, þá er brotið gegn jafnræðisreglunni. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis, aldurs, fötlunar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, litar, kynhneigðar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 
Lessons learned = LærdómurGeneralizations based on evaluation experiences with projects, programs, or policies that abstract from the specific circumstances to broader situations. Frequently, lessons highlight strengths or weaknesses in preparation, design, and implementation that affect performance, outcome and impact.

Almennar ályktanir, byggðar á úttektum á verkefnum, verkefnastoðum eða stefnumálum sem heimfæra má á almennari aðstæður. Lærdómur varpar iðulega ljósi á styrk- og veikleika í undirbúningi, gerð og framkvæmd sem hefur áhrif á árangur, útkomu og áhrif.
LF Matrix = RökrammafylkiThe LF (Logical Frame-work) Matrix consists of 16 cells in a 4 column by 4 rows.

Fylkið samanstendur af 16 reitum í fjórum dálkum og fjórum línum.
Logical Framework Approach -LFA = RökrammanálgunManagement tool which facilitates planning, execution and evaluation of a programme.

Aðferð til að greiða fyrir skipulagningu, framkvæmd og mati á verkefnastoð.
Means of Verification = SannprófunThe data set(s) that will be used to measure an indicator.

Gagnasafn sem notað er til að ákvarða mælikvarða.
Mid-term Evaluation = ÁfangaúttektRef. evaluation

Sjá Úttektir
 
Monitoring = VöktunA continuing function that uses systematic collection of data, on specified indicators, to provide management and stakeholders, of an ongoing programme, with indications of the extent of progress and achievement of objectives, and progress in the use of allocated funds.

Viðvarandi aðgerð þar sem notast er við kerfisbundna öflun upplýsinga um tiltekna vísa til að gera stjórn og hagsmunaaðilum yfirstandandi verkefnastoðar grein fyrir vísbendingum um framvindu og árangur og nýtingu úthlutaðra fjármuna.
Multilateral assistance = Marghliða aðstoðAssistance channelled through international organisations, for example UN organisations and the World Bank Group.

Aðstoð sem veitt er fyrir tilstilli alþjóðlegra stofnana, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans (ekki eyrnamerkt aðstoð).
Needs assessment = ÞarfagreiningA study undertaken before planning a development activity. Local people are asked for their thoughts concerning development issues and their suggestions of development efforts that might address those issues.

Könnun sem gerð er áður en þróunarstarf er hafið. Heimamenn eru spurðir út í hugmyndir sínar um þróunartengd mál eða vandamál og leitað er eftir tillögum þeirra um þróunarinngrip sem gætu leyst úr þeim málum.
Objective = MarkmiðSomething toward which effort is directed: an aim, goal, or end of action. The objectives encompass goal and purpose in the goal hierarchy.

Development objective – goal: The higher level objective that a project is expected to contribute to. The addition of the word “contribute” implies that the project alone is not expected to achieve the development objective.

Immediate objective – purpose: The effect which is expected to be achieved as the result of the project delivering the planned outputs. 

Það sem átak eða/viðleitni beinist að: takmark, markmið eða niðurstaða. Markmið nær yfir bæði takmark og tilgang.

Þróunarmarkmið (takmark): Verkefni er ætlað að stuðla að tilteknu markmiði. Orðin „stuðla að“ gefa til kynna að verkefninu einu og sér er ekki ætlað að ná þróunarmarkmiðinu.

Sértækt markmið (tilgangur): Verkefni er ætlað að ná fram tilteknum áhrifum sem koma fram sem árangur af framkvæmd þess og byggjast á afurðum þess.
Objectively verifiable indicators = Óhlutdrægar, sannprófanlegar mælistikurThese are the measures, direct or indirect that will verify to what extent the objectives have been fulfilled. The term “objectively” implies that these should be specified in a way that is independent of possible bias of the observer.

Mælingar, beinar eða óbeinar, gerðar til að kanna að hversu miklu leyti markmiðum hefur verið náð. Hugtakið „óhlutdrægar“ gefur til kynna að mælistikurnar eigi að vera skilgreindar þannig að það komi ekki að sök þó að athugandi sé mögulega hlutdrægur.
Official Development Assistance ODA = Opinber þróunaraðstoð (OÞA)Flows to developing countries and multilateral institutions provided by/through official agencies. The transactions must have promotion of the economic development and welfare of developing countries as its main objective.

Fjármagnsstreymi til þróunarlanda og marghliða stofnana í gegnum opinberar stofnanir. Færslurnar þurfa að þjóna því meginmarkmiði að ýta undir efnahagslega þróun og velferð þróunarríkja.
Outcome = ÚtkomaThe likely or achieved short-term and medium-term effects of a programme's outputs.

Líkleg eða framkomin áhrif afurða verkefnastoðar til skamms tíma eða meðallangs tíma.
Outputs = AfurðThe products, capital goods, and services which result from a project/ programme.

Vörur, fjármunir og þjónusta sem eru afrakstur verkefnis/verkefnastoðar.
Ownership = EignarhaldIntended beneficiaries have significant influence over the design and implementation of development projects and are seen as their “owners”.

Haghafar þróunarverkefna hafa marktæk áhrif á hönnun og framkvæmd þróunarverkefna og teljast „eigendur“ þeirra.
Parallel Implementation Units (PIUs) = Samhliða framkvæmdDonors have their own project implementation units, alongside with recipient country implementation structures.

Gjafar starfrækja eigin framkvæmdaeiningar í verkefnum, samhliða framkvæmdaeiningum viðtökulands.
 
Participatory approach = Þátttökunálgun Participatory approach aims to increase the sustainability of development work. With participatory approach, the government, development agencies and the locals work together and share the responsibility of policy making, implementation, funds and results. The main problems (with regard to development), along with necessary actions to deal with them, are specified where significant local participation is included.

Þátttökunálgun miðar að því að auka sjálfbærni þróunarstarfs. Í þátttökunálgun vinna stjórnvöld, þróunarstofnanir og heimamenn saman og taka sameiginlega ábyrgð á stefnumótun, framkvæmdum, fjármagni og árangri. Tilgreind eru helstu vandamálin (m.t.t. þróunar) ásamt nauðsynlegum aðgerðum til að mæta þeim þar sem gert er ráð fyrir marktækri þátttöku fulltrúa heimamanna.
Partners = SamstarfsaðilarThe individuals and/or organisations that collaborate to achieve mutually agreed upon objectives.

Einstaklingar og/eða skipuheildir sem starfa saman að sameiginlegu markmiði.
Performance = Frammistaða, afköstThe degree to which a development intervention or a development partner operates according to specific criteria/standards /guidelines or achieves results in accordance with stated goals or plans.

Að hve miklu leyti þróunaríhlutun eða samstarfsaðili starfar í samræmi við staðla eða viðmiðunarreglur eða nær árangri í samræmi við sett markmið og fyrirætlanir.
 
Plan = ÁætlunA set of intended actions, through which one expects to achieve a goal.

Safn aðgerða sem ætlað er að ná tilteknu markmiði.
 
Policy = StefnaA process of making important organizational decisions. Also described as political, management, financial, and administrative mechanisms arranged to reach explicit goals.

Ferill mikilvægrar, stjórnunarlegrar ákvarðanatöku. Einnig lýst sem stjórnmálalegum, fjárhagslegum og stjórnunarlegum ferlum sem ætlað er að ná fram ákveðnu takmarki.
Policy direction = StefnumörkunThe policy of the authorities, including of the governments and ministers, where directions are given through decisions, declarations, resolutions or legislation.

Sú stefna sem mörkuð er af yfirvöldum hverju sinni, þar á meðal af ríkisstjórnum og ráðherrum, með ákvörðunum, yfirlýsingum, samþykktum eða lagasetningu.
Pooled funding = SamskotafjármögnunThe donor contributes funds to an autonomous account, managed jointly with other donors and/or the recipient. The account will have specific purposes, modes of disbursement and accountability mechanisms, and a limited time frame. Basket/pooled funds are characterised by common project documents, common funding contracts and common reporting/audit procedures with all donors.

Gjafi veitir fjármagni inn á sérstakan reikning sem er í sameiginlegri vörslu gjafans og annarra gjafa og/eða viðtakandans. Sérstakar reglur gilda um reikninginn að því er varðar ráðstöfun, útborganir, bókhald og gildistíma. Samskotasjóðir byggjast á sameiginlegu verkefnaskjali, sameiginlegum fjármögnunarsamningum og sameiginlegu skýrslu- og endurskoðunarverklagi allra gjafanna.
Predictability (of aid) = FyrirsjáanleikiDonors will provide 3-5 year forward information on their planned aid to partner countries.

Veitendur þróunaraðstoðar gefa upplýsingar um áætluð framlög til samstarfslands næstu 3-5 árin.
Programme = VerkefnastoðA set of actions or projects with common goal(s) and objectives.

Safn aðgerða eða verkefna þar sem markmið og takmörk eru sameiginleg.
Progress report = FramvinduskýrslaRegular management reporting mechanism of achievements within projects or programmes (description of outputs compared to work plans).

Reglubundin skýrslugerð fyrir framkvæmd verkefna eða verkefnastoða. Framvinduskýrslur eru vettvangur til að bera saman afrakstur, miðað við áætlanir.
Project = VerkefniDifferent types of development interventions, which are
designed to achieve certain specific objectives within a given budget and organisation, and a specific period of time.

Ýmsar gerðir þróunaríhlutunar sem ætlað er að ná ákveðnum markmiðum með ákveðnu skipulagi og innan tilgreindrar fjárhagsáætlunar og tímaramma.
Project/programme Document = Verkefnisskjal/ (skjal verkefnastoðar)The description of the strategy, plan, programme or project to be considered for support.

Lýsing á áformum, áætlunum, verkefnastoð eða verkefni sem til stendur að styrkja.
Project/Programme Implementation Team - PIT = Verkefnisteymi/ (teymi verkefnastoðar)Everyday implementation of project activities.

Starfar við daglega framkvæmd verkefnis/verkefnastoðar.
Project/Programme Management Team – PMT = Verkefnisstjórn/ (stjórn verkefnastoðar)Administrates the Project and coordinates all its activities. Prepare and submit annual and quarterly Plan of Actions and budget for the approval of the Project Supervisory Committee (PSC). Prepare and submit biannual Project progress and financial report of the Project components.

Stýrir verkefni/verkefnastoð og samræmir allar aðgerðir. Undirbýr og leggur fram árlega og ársfjórðungslega framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun sem stýrihópur verkefna samþykkir. Undirbýr og leggur fram tvisvar á ári framvinduskýrslu og fjárhagsskýrslu um þætti verkefnisins.
Project/Programme Supervisory Committee - PSC = Stýrihópur verkefna/verkefnastoðaProvides overall supervision of the project, monitoring of the project progress, decision making for corrective action and project cycle management.

Sér um almennt eftirlit með verkefninu með því að vakta framvindu og taka ákvarðanir á sviði úrbóta- og breytingastjórnunar sem tengjast verkefninu.
Purpose = TilgangurRef. objective.

Sjá markmið.
Quality assurance = GæðatryggingQuality assurance encompasses any activity that is concerned with assessing and improving the merit or the worth of a programme or its compliance with given standards. Examples of quality assurance activities include appraisals, result based management, reviews during implementation, evaluations etc.

Í gæðatryggingu felast aðgerðir sem varða mat og endurbætur á verðleika eða gildi verkefnastoðar eða fylgni hennar við settar kröfur. Liðir í gæðatryggingu eru mat, árangursstjórnun, rýni meðan á framkvæmd stendur, úttektir o.s.frv.
Relevance = SamsvörunThe extent to which the aid activity is suited to the priorities and policies of the target group, recipient and donor.

Upp að hvaða marki passar þróunarstarfið við forgangsröðun og stefnu markhóps, viðtakenda og gjafa.
Reliability = ÁreiðanleikiConsistency or dependability of data and evaluation judgements, with reference to the quality of the instruments, procedures and analyses used to collect and interpret evaluation data.

Samkvæmni og trúverðugleiki gagna og matsgerða, miðað við gæði tækja, aðferða og athugana sem notuð voru við söfnun og úrvinnslu matsgagna.
Reliability of data = Gögn, þ.e. áreiðanleiki þeirraHow consistent is the measure.

Hversu mikið samræmi er í mælingum.
Result = ÁrangurThe output, outcome or impact (intended or unintended, positive and/or negative) of a project/programme.

Afurð, útkoma eða áhrif verkefnis/verkefnastoðar (fyrirhuguð, ekki fyrirhuguð, jákvæð og/eða neikvæð).
Result based management= ÁrangursstjórnunResult based management is an approach that puts focus on performance/results and evaluates the success of output, outcome and impact of operations. Context and coordination has to be taken into consideration and emphasis put on professional work practices. Strategy and clear objectives, organised methods, systematic measuring and follow up are the main segments of result based management.

Árangursstjórnun er aðferð sem setur frammistöðu/árangur í brennidepil og metur hvernig til tekst með afurðir, afrakstur og áhrif að aðgerðum. Huga þarf að samhengi og að samræmis sé gætt og að áhersla sé lögð á fagleg vinnubrögð. Stefna og skýr markmið, skipulagðar aðferðir, kerfisbundnar mælingar og eftirfylgni eru helstu áfangar árangursstjórnunar.
Results chain = ÁrangurskeðjaThe causal sequence for a project/programme that stipulates the necessary sequence to achieve desired objectives – beginning with inputs, moving through activities and outputs, and culminating in outcomes and impacts.

Orsakasamhengi sem verkefni/verkefnastoð er sett í og þar sem kveðið er á um nauðsynlegt samhengi til að ná tilsettum markmiðum – nánar tiltekið er farið frá aðföngum til aðgerða sem leiða til afurða og að lokum til útkomu og áhrifa.
Review = RýniAn assessment of the performance of development activities, periodically or on an ad hoc basis.Joint review: Performed together with other donors and/or together with the partner. 

Mat á framkvæmd þróunaraðgerða, unnið með reglulegu millibili eða þegar sérstaklega háttar.Sameiginleg rýni: Mat á framkvæmd, unnið með öðrum gjöfum og/eða með samstarfsaðila.
Risk = ÁhættaRisk refers to the uncertainty that surrounds future events and outcomes. It is the expression of the likelihood and impact of an event with the potential to influence the achievement of planned results.

Áhætta er skilgreind sem líkur á því að sett markmið náist ekki. Í áhættu felast óvænt atvik og aðstæður sem kunna að hafa neikvæð áhrif á heildarframvindu eða niðurstöður einstakra verkþátta. 
Risk analysis = ÁhættugreiningAn examination of risks to assess the probable consequences for each event, or combination of events that may influence the achievement of planned results.

Athugun á áhættu til að meta mögulegar afleiðingar sérhvers atburðar eða atburða sem geta haft áhrif á það hvort settu marki verði náð.
Risk factor = ÁhættuþátturFactors that will, if they occur, have an adverse effect on the achievement of planned results of the programme.

Atriði sem gætu (ef þau koma upp) hamlað árangri verkefnastoðar.
Risk management = ÁhættustjórnunA systematic approach to setting the best course of action by identifying, assessing, acting on and communicating risk issues.

Ferli við greiningu, mat og viðbrögð við áhættuþáttum og miðlun upplýsinga um þá.
 
Risk mitigation = Áhættumildun The act of reducing risk levels by lowering the probability of a risk event's occurrence or reducing its consequence, should it occur.

Að draga úr áhættu með því að minnka líkurnar á atburðum sem áhætta fylgir eða, eigi þeir sér stað, að draga úr afleiðingum þeirra.
Risk tolerance = Áhætta – vikmörkThe level of acceptance of not fully achieving planned results.

Áhættuviðmið sem eru ásættanleg.
Sector (budget) support = Fjárlagastuðningur við tiltekna geiraSub-category of direct budget support. Dialogue between donors and partner governments focuses on sector specific concerns rather than on overall policy and budget priorities.

Undirflokkur beins fjárlagastuðnings. Í viðræðum stjórnvalda og þeirra sem veita þróunaraðstoðina er lögð áhersla á einstaka geira frekar en almenna stefnu og forgangsröðun stjórnvalda.
Sector Wide Approach (SWAp) = GeiranálgunA programme-based approach operating at the level of an entire sector.

Aðferð við framkvæmd verkefnastoða sem tekur til alls geirans.
SMART indicators = SMART-mælikvarðarSpecific, measurable, attainable, realistic and time bound indicators.

Sértækir, mælanlegir, aðgengilegir eða ásættanlegir, raunhæfir og tímasettir mælikvarðar.
Stakeholders = HagsmunaaðilarGroups of people, organisations and institutions who have a direct or indirect interest, or a role, in the project, or who affect or are affected by it.

Hópar fólks, samtaka og stofnana sem hafa beina eða óbeina hagsmuni af verkefnum, gegna hlutverki í þeim, hafa áhrif á þau eða verða fyrir áhrifum vegna þeirra.
Statement of account = ReikningsyfirlitStatement of balance and/or detailed transactions on a specific account (for a given period) from an entity's accounting records or similar statement of bank account from the bank.

Efnahagsyfirlit og/eða ítarlegt yfirlit hreyfinga á ákveðnum reikningi (á ákveðnu tímabili) úr bókhaldsgögnum aðila eða sambærilegt reikningsyfirlit frá banka.
Strategic planning = Stefnumiðuð áætlunA medium or long term planning where an organisation is going, how it is going to get there, and how it will measure progress and results. The focus of a strategic plan is usually on the entire organisation, rather than on a single policy, verkefnastoð, or project.

Skipulagning til langs eða meðallangs tíma varðandi stefnu skipuheildar, leiðir hennar að settu marki og aðferðir við að mæla framvindu og árangur. Áhersla við stefnumiðaða áætlun er jafnan lögð á skipuheildina sem heild frekar en einstök stefnumál, verkefnastoð eða verkefni.
 
Sustainability = SjálfbærniDefined as the ability of a system to maintain processes, functions, and productivity into the future. In the context of a single project, the continuation of its benefits and impact after the project itself has ended.

Er skilgreind sem hæfni kerfis til að viðhalda vinnslu (framkvæmdum), virkni og framleiðni í framtíðinni. Sjálfbærni verkefnis snýst um áframhaldandi ávinning og áhrif eftir að verkefninu lýkur.
SWOT analysis = SVÓT-greiningA strategic planning method used to evaluate the Strengths, Weaknesses, Opportunities, and Threats involved in a project. It involves specifying the objective of the project and identifying the internal and external factors that are favourable and unfavourable to achieving that objective.

Aðferð við áætlanagerð sem notuð er til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sem felast í hverju verkefni. Með þessari aðferð eru markmið verkefnisins tilgreind og innri og ytri þættir sem geta haft jákvæð og neikvæð áhrif í tengslum við að ná því markmiði.
Target group = MarkhópurThe specific individuals or organisations for whose benefit the programme is undertaken.

Þeir einstaklingar eða skipuheildir sem hagnast eiga á verkefnastoðinni.
Terms of Reference = VerklýsingWritten document presenting the purpose and scope of the work, the methods to be used, the resources and time allocated, and reporting requirements.

Skrifleg lýsing á tilgangi og umfangi verks, aðferðum og gögnum sem nýtast við vinnslu þess, þann tíma sem það tekur og skýrsluskil.
Tied aid = Bundin aðstoðConditional aid, with legal and regulatory barriers to open competition for aid funded procurement.

Skilyrt aðstoð með laga- og reglusetningarlegum hömlum á samkeppni um þau kaup sem gerð eru fyrir gjafafé.
Transparency= GagnsæiThe concept refers to an easy access for private citizens to data and information that decisions that affect their well-being are based on and that procedures are carried out in accordance with laws and regulations. Transparency in public administration means that the public has access to all of the information it needs to be able to provide the administration with necessary restraint and to make enlightened decisions.

Hugtakið vísar til þess að einfalt og aðgengilegt sé fyrir hinn almenna borgara að nálgast þau gögn og upplýsingar sem ákvarðanir er varða þeirra hag byggja á og að verklag sé í takt við lög og reglur. Gagnsæi í opinberri stjórnsýslu felur í sér að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta veitt stjórnsýslunni nauðsynlegt aðhald og til að taka upplýstar ákvarðanir.
Triangulations = ÞríprófanirA validity procedure where researchers search for convergence among multiple and different sources of information.

Leið til að auka réttmæti rannsókna þar sem rannsakandi leitar að samleitni milli margra og ólíkra tegunda upplýsinga.
Validity of data = Gögn, þ.e. réttmæti þeirraThe extent to which the data and research measure what they are supposed to measure. Validity can be divided into construct validity, internal and external validity, and reliability.

Hversu vel gögn og rannsóknir mæla það sem þeim er ætlað að mæla. Réttmæti skiptist í réttmæti hugsmíðar, innra réttmæti, ytra réttmæti og áreiðanleika.
Value for money evaluation (VFM) = Hagkvæmniúttekt, hagsýnismatEvaluation of whether commitment to ensuring the best results possible are obtained from the money spent.

Mat á hvort að hámarksárangri sé náð ef miðað er við útgjöld, þ.e. hvort gætt er ráðdeildar í rekstri.
Vulnerability= VarnarleysiVulnerability is a scale covering the ability of individuals or groups to foresee, handle, counter and distract themselves from the effects of disasters that strike them caused by humans or nature. Poverty and lack of rights makes people more vulnerable and special risk groups are, for example, children, the elderly, the disabled, the malnourished and the sick.

Varnarleysi er skali sem nær til þess að hve miklu leyti einstaklingar eða hópar eru færir um að sjá fyrir, ráða við, sporna gegn og ná sér út úr áhrifum hörmunga sem yfir þá dynja af völdum manna eða náttúru. Fátækt og réttindaskortur gerir fólk meira berskjalda og sérstakir áhættuhópar eru til að mynda börn og gamalt fólk, fatlaðir, vannærðir og veikir.

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies Read more