Hoppa yfir valmynd

Ráðherra heimsótti Bláskógabyggð

„Gullni hringurinn er ekki aðeins dagsferð fyrir ferðamenn, hér er hægt að dvelja lengi og njóta alls hins besta sem Bláskógabyggð og nær sveitir hafa upp á að bjóða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra sem heimsótti sveitafélagið Bláskógabyggð og hitti þar rekstraraðila og sveitastjórnarmenn.

Ráðherra fékk góða yfirsýn yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að á vettvangi ferðaþjónustunnar og heimsótti bæði Friðheima og Hótel Geysi. Þar hitti ráðherra eigendur og rekstraraðila og ræddi meðal annars um áhrifin sem heimsfaraldurinn hafði á fyrirtækin og framtíðarhorfur.

 

„Gríðarleg uppbyggingin hefur átt sér stað á svæðinu og áhersla er lögð á upplifun ferðamanna. Augljóst er að þar er unnið að því að Ísland sé framúrskarandi í ferðaþjónustu. Ég hlakka til að heimsækja fleiri sveitafélög og rekstraraðila í ferðaþjónustu um allt land,“ segir Lilja. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics