Hoppa yfir valmynd

Reglugerð um leigubifreiðaakstur kynnt í samráðsgátt

Drög að reglugerð um leigubifreiðaakstur hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. 

Ný lög um leigubifreiðaakstur (nr. 120/2022), sem Alþingi samþykkti í desember, taka gildi 1. apríl nk. Í lögunum er ráðherra falið að mæla nánar fyrir um ýmis atriði sem tengjast starfsemi leigubifreiða. Í drögum að reglugerð er meðal annars að finna ákvæði er varða:

  • Auðkenni leigubifreiðar, sýnileika verðskrár og innihald hennar.
  • Umsókn og útgáfu leyfis, námskeið og heimilar undanþágur frá gerðum kröfum.
  • Sérstakar skyldur leigubifreiðastöðvar og rafræn kerfi.

Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars 2023.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics