Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla kærunefndar jafnréttismála komin út

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Kristín Benediktsdóttir, formaður kærunefndar jafnréttismála, funduðu 8. ágúst sl. þar sem formaður kærunefndar kynnti forsætisráðherra ársskýrslu nefndarinnar fyrir 2021.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi nefndarinnar, málafjölda og niðurstöður, málsmeðferðatíma og aðrar tölfræðiupplýsingar vegna ársins 2021. 

Þetta er í fyrsta sinn sem kærunefnd jafnréttismála skilar skýrslu um störf sín en samkvæmt lögum nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skal nefndin skila skýrslu árlega til ráðherra sem birtir hana með aðgengilegum hætti.

Skýrslan er gefin út með rafrænum hætti og má lesa hér: Ársskýrsla kærunefndar jafnréttismála 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics