Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs

Tómas Ingi Olrich, sendiherra, afhenti þann 5. maí biskupnum af Urgell, hr. Joan Enric Vives Sicilia, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Andorra með aðsetur í París. Sendiherra hafði þann 11. janúar síðastliðinn, afhent Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt en Frakklandsforseti og biskupinn af Urgell gegna saman stöðu þjóðhöfðingja í Andorra.

Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með biskupnum og ræddu þeir góð samskipti ríkjanna. Þá fundaði sendiherra einnig með utanríkisráðherra landsins, hr. Juli Minoves, sem og háttsettum embættismönnum ráðuneytisins.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics