Hoppa yfir valmynd

Barnahús tíu ára

Barnahús tók til starfa 1. nóvember 1998. Húsinu var komið á fót að frumkvæði Barnaverndarstofu í því skyni að tryggja barnvænlegt umhverfi við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum, tryggja börnunum fjölþætta og sérhæfða meðferð og foreldrum þeirra viðeigandi stuðning.

Efnt var til afmælishátíðar í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 1. nóvember síðastliðinn í tilefni tíu ára afmælis Barnahúss. Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, flutti þar ávarp fyrir hönd ráðherra.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félags- og tryggingamálaráðherra á tíu ára afmæli Barnahúss



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics