Hoppa yfir valmynd

Viðræðufundur um framkvæmd varnarsamningsins frá 1951

Nr. 061

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í framhaldi af nýlegum bréfskiptum forsætisráðherra og forseta Bandaríkjanna um framkvæmd tvíhliða varnarsamningsins frá 1951, verður haldinn viðræðufundur embættismanna ríkjanna í Reykjavík mánudaginn 23. júní n.k.

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, leiðir viðræðurnar af Íslands hálfu en Marisa Lino, sendiherra í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og ráðgjafi um málefni sem tengjast bandarískum herstöðvum á erlendri grund, verður í forystu bandarísku sendinefndarinnar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. júní 2003.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics