Hoppa yfir valmynd

Umsóknir um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Auglýst er eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2009.

Framkvæmdasjóður aldraðra starfar samkvæmt ákvæðum laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð um sjóðinn nr. 1033/2004. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um úthlutun úr honum.

Heimilt er að veita framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til eftirtalinna verkefna:

a. Bygginga þjónustumiðstöðva aldraðra og dagvista sem starfræktar eru af sveitarfélögum.

b. Bygginga dvalarheimila og sambýla.

c. Bygginga hjúkrunarheimila eða hjúkrunarrýma á öldrunarstofnunum í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkaaðila.

d. Breytinga og endurbóta á húsnæði stofnana, sbr. a–c-lið. Framlög skal miða við kostnaðaráætlun og mat á nauðsyn.

e. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2009. Umsóknum skal skila til félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin má einnig nálgast á vefsíðu ráðuneytisins.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics