Hoppa yfir valmynd

Nr. 060, 5. september 2000.SACLANT- ráðstefnan - fjölmiðlar, blaðamannafundir utanríkisráðherra og Lord Robertson

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 60


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun eiga samráðsfund með George Robertson, lávarði, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í utanríkisráðuneytinu fyrir hádegi á morgun, miðvikudag, 6.september.

Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í alþjóðlegu málþingi ríkisstjórnar Íslands og Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins helgað öryggismálum á Norður-Atlantshafi sem haldið er í Borgarleikhúsinu 6.-7.september næstkomandi.

Í kjölfar samráðsfundarins verður efnt til blaðamannafundar utanríkisráðherra Íslands og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Blaðamannafundurinn hefst kl. 12:25 í fundarsal á 2. hæð í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, Reykjavík.

Fulltrúum fjölmiðla er hyggjast sækja ofangreint málþing um öryggismál í Borgarleikhúsinu er bent á að sækja aðgangspassa í anddyri Borgarleikhússins á morgun, miðvikudaginn 6. september, á milli kl. 08:00 og 08:45. Málþingið hefst kl. 08:45, með inngangsorðum William Kernan, hershöfðingja, yfirmanns Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins.

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun í kjölfarið flytja opnunarræðu málþingsins og fjalla þar um Atlantshafstengslin og skilgreiningu þeirra.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. september 2000.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics