Hoppa yfir valmynd

Þátttaka íslenska og norska sendiráðsins í Ungdommens Folkemøde í Valbyparken

Sendiráðið tók þátt í Ungdommes Folkemøde, dagana 5. og 6. september í Valbyparken, í samvinnu við sendiráð Noregs. Ungdommes Folkemøde er unnið að fyrirmynd borgarafundarins á Bornholm, þar sem að pólitísk málefni og þjóðfélagsmál líðandi stundar eru á dagskrá, með ungt fólk að markhópi. Um 30.000 nemendur og 100 stofnanir lögðu leið sína í Valbyparken, þar sem slegið var upp tjaldbúðum. Í tjaldi sendiráðanna, sem bar nafnið ”Et hav af muligheder” gátu nemendur fræðst um áskoranir sem tengjast plasti og plastmengun í hafi, en einnig fræðst um það hvernig t.a.m. íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár nýtt auðlindir hafsins betur til þess að búa til allt frá snyrtivörum og fæðubótaefnum yfir í fiskibeinaleikföng og innanhússhönnun.

 

   

Í ljósi þess að Ísland og Noregur eiga það sameiginlegt að vera nátengdar hafinu, lá beinast við að viðfangsefnið tengdist því. Næst á eftir ofveiðum er plastmengun í hafi stærsta ógnun við lífríki hafsins. Ef við tökumst ekki á við þær áskoranir sem plastmengun í hafi, er áætlað að árið 2050 verði meira plast í hafinu en fiskur.

Á æskulýðsfundinum var m.a. hægt að sjá norsku sýninguna Plasthvalen, sem fjallar um hval sem rak á strendur Sotra við Bergen í Noregi árið 2017. Þegar vísindamenn fóru að rannsaka nánar dánarorskok hvalsins fundu þeir næstum því 30 plastpoka í iðrum hvalsins. Einn af pokunum átti rætur sínar að rekja til Danmerkur, sem sýnir hversu alvarlegt og víðfemt vandamálið er sem og mikil ógn við dýra og lífríki sjávar.

                      

Í tjaldinu var einnig hægt að líta á sýnishorn um það hvernig íslensk fyrirtæki hafa á sjálfbæran hátt verið að skapa meiri verðmæti úr fiskinum með því að framleiða hinar ýmsu vörur. Mikil nýsköpun hefur átt sér stað undanfarin ár í sjávarútgveginum og ný fyrirtæki orðið til sem að hafa sérhæft sig í að framleiða glænýja vöruflokka úr sjávarfangi, t.a.m. verðmæt ensím, fæðubótarefni og lækningarvörur. Á sama tíma og þorskveiðar á Íslandi hafi dregist saman um helming hefur heildarverðmæti þorskafurða tvöfaldast.

                          

Til sýnis voru hinar ýmsu hönnunarvörur unnar úr fiskroði, frá norska hönnuðinum Studio Ebn sem býr til veski og töskur úr laxaroði. Mikla athygli hlutu lampar, framleiddir af hönnuðunum Fanneyju Antonsdóttur og Dögg Guðmundsdóttur unnir úr þorskroði, undir nafninu Uggi Lights. Það sem sló aftur á móti í gegn hjá unga fólkinu var þorskbeinaverkstæði þar sem nemendurnir gátu hannað sín eigin listaverk úr þorskbeinum, en íslenski hönnuðurinn Róshildur Jónsdóttir vöruhönnuður á heiðurinn af þessari góðu hugmynd sem að, eins og sjá má á myndunum, kveikti heldur betur í sköpunargáfu þátttakenda!

                      

Haldnar voru tvær vinnustofur fyrir nemendur undir heitinu” Havdiplomati”að fyrirmynd Sameinuðu þjóðanna. Þar áttu nemendur að bregða sér í hlutverk hinna mismunandi þjóða með ólíka hagsmuni, þegar kemur að vandamálum sem tengjast framleiðslu og mengun plasts í heiminum.  Þá reyndi á diplómatíska hæfileika nemanda, þegar þeir urðu að semja um tillögur sem tengjast baráttu gegn plastvandamáli heimsins. Nemendur urðu vísari um hversu erfitt það getur verið að ná samkomulagi þegar það kemur frá löndum með ólíka hagsmuni. Sendiherrar Íslands og Noregs sáu um að stýra samningaviðræðunum.

                                

Sendiráðin vilja þakka öllum þeim nemendum sem að lögðu leið sína í Valbyparken og um leið nota tækifærið til þess að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem að aðstoðuðu okkur við undirbúning æskulýðsfundarins. Sérstakar þakkir fær ræðismaður Íslands í Horsens. Leif Hede-Nielsen.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more