Hoppa yfir valmynd

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York

Nr. 096

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu



Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra sem nú situr allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, undirritaði í dag valfrjálsa bókun við alþjóðasamninginn gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Bókuninni, sem var samþykkt á allsherjarþinginu sl. haust, er ætlað að styrkja aðgerðir til að koma í veg fyrir og útrýma pyndingum með því að koma upp reglubundnu eftirliti í aðildarríkjunum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. september 2003


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics