Hoppa yfir valmynd

Tilfærslur í utanríkisþjónustunni

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 101

Ákveðnar hafa verið eftirfarandi tilfærslur í utanríkisþjónustunni sem koma til framkvæmda hinn 1. mars nk.:

Ólafur Egilsson sem gegnt hefur sérstökum störfum í utanríkisráðuneytinu að undanförnu tekur við starfi sendiherra í Beijing.
Hjálmar W. Hannesson núverandi sendiherra í Beijing tekur við starfi skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Gunnar Gunnarsson sendiherra í Moskvu kemur til sérstakra starfa í utanríkisráðuneytinu.
Jón Egill Egilsson núverandi skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins tekur við starfi sendiherra í Moskvu.


Þá var Kristinn F. Árnason hinn 1. þ.m. skipaður sendiherra og mun hann gegna áfram starfi skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
    Reykjavík, 12. desember 1997

    Tags

    Contact us

    Tip / Query
    Spam
    Please answer in numerics