Hoppa yfir valmynd

Hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna sem annast sólarhringsvistun fatlaðra barna í skamman tíma samkvæmt reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra. Þessi þjónusta er foreldrum fatlaðra að kostnaðarlausu en ríkissjóður greiðir stuðningsfjölskyldunum verktakagreiðslur sem eru stigskiptar og taka mið af fötlun og umönnunarþörf barnsins.

Reglugerð um hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna tók gildi 1. janúar og nemur hækkunin 12,5%.

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/1995, um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 1205/2008.

Reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra nr. 155/1995.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics