Hoppa yfir valmynd

Heimahjúkrun og rekstur Sundabúðar áfram á hendi Vopnfirðinga

Kristján Þór Júlíusson og Ólafur Áki Ragnarsson
Kristján Þór Júlíusson og Ólafur Áki Ragnarsson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnarfjarðarhrepps, undirrituðu í dag endurnýjaðan samning sem felur í sér að Vopnafjarðarhreppur mun áfram sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar og heimahjúkrunar í sveitarfélaginu. Að auki var veitt heimild fyrir rekstri eins dagdvalarrýmis í húsnæði Sundabúðar.

Upphaflegur samningur um þetta efni var gerður fyrri hluta árs 2013. Áður hafði rekstur hjúkrunarheimilisins verið á hendi Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Með þessu samningi er áhersla lögð á eflda þjónustu í heimabyggð og aukin verkefni til sveitarfélaganna. Jafnframt er sérstaklega horft til þeirra tækifæra sem í þessu felast til að samþætta þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins.

Samningurinn gildir til ársloka 2015.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics