Hoppa yfir valmynd

Skýrsla AGS um Ísland: Skjót hagstjórnarviðbrögð styðja við gang hagkerfisins

Sterkar stoðir hagkerfisins og skjót hagstjórnarviðbrögð hafa stutt gang íslenska hagkerfisins í kjölfar efnahagslegra áfalla. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf sem birt var í gær.

Sendinefnd sjóðsins var hér á landi í nóvember síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Í skýrslunni kemur fram að sterkar stoðir hagkerfisins ásamt skjótum hagstjórnarviðbrögðum með slökun í aðhaldi ríkisfjármála og vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands styðji við gang hagkerfisins. Ný umgjörð ríkisfjármála, afgangur á rekstri ríkissjóðs og ör lækkun skulda undanfarin ár hafa skapað ríkisfjármálum svigrúm til að styðja enn frekar við efnahagsumsvif ef þörf krefur, að mati sjóðsins.

Skýrslur sjóðsins:


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics