Hoppa yfir valmynd

Fimmfalt hærri framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna úthlutaði styrkjum til 284 verkefna í aukaúthlutun sinni fyrir sumarið 2020. Að baki þeim verkefnum eru 426 nemar en meðal viðfangsefna nýsköpunarverkefna þeirra eru gönguleiðir í rafrænum heimi, vinnustofur listamanna í dreifbýli og íshjúpun heyrúlla.

Sjóðurinn hefur úthlutað um 85 milljónum kr. árlega undanfarin ár en framlög til hans voru hækkuð ríflega, um alls 400 milljónir kr. með aukafjárveitingum stjórnvalda í vor vegna áhrifa COVID-19. Því var opnað fyrir umsóknir í sjóðinn að nýju og bárust sjóðinum þá alls 992 umsóknir, frá rúmlega 1400 háskólanemum.

Áður hafði sjóðurinn úthlutað 106 milljónum kr. til 74 verkefna í árlegri fyrri úthlutun sinni fyrir árið 2020 og hlutu þá 126 nemar styrki. Alls hlutu því 552 nemendur styrki úr sjóðnum í vor og sumar.

„Fjölbreytni og hugkvæmni einkenna umsóknir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna og verkefnin eru sannarlega til vitnis um þann nýsköpunarhug og sköpunarkjark sem einkennir háskólanema á Íslandi. Skjót viðbrögð stjórnar nýsköpunarsjóðsins þegar COVID-19 blossaði upp eru lofsverð og eiga stóran þátt í að tryggja fjölmörgum störf í sumar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Nánari upplýsingar um úthlutanir sjóðsins má finna á vef Rannís

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more