Hoppa yfir valmynd

Félags- og barnamálaráðherra styrkir frjáls félagasamtök um 140 milljónir króna

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti í dag styrki af safnliðum fjárlaga til 33 félagasamtaka og nam heildarfjárhæð styrkja alls tæplega 140 milljónum króna. Styrkjum af safnliðum fjárlaga hefur verið úthlutað árlega um langt skeið en þeir eru veittir til félagasamtaka sem vinna að verkefnum á sviði félags- og velferðarmála.

Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem lúta að málefnum barna og fjölskyldna. Meðal þeirra eru verkefni á vegum Barnaheilla, Rauða krossins á Íslandi, KFUM og KFUK og styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Einnig voru veittir styrkir til verkefna sem heyra undir önnur málefnasvið félags- og barnamálaráðherra sem lúta m.a. að málefnum fatlaðs fólks, fátækt, geðheilsu, félagslegri virkni og ofbeldi. 

Í ávarpi sínu við úthlutun styrkjanna á Nauthóli í dag talaði ráðherra um það verðmæta starf sem frjáls félagasamtök sinna á degi hverjum í þágu samfélagsins, einkum þau sem vinna að að því að gæta hagsmuna þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þá sagði ráðherra mikilvægt að til staðar sé sjóður til þess að sækja í, bæði til þess að geta viðhaldið góðum verkefnum en ekki síst til þess að geta þróað ný verkefni. „Styrkirnir fela í sér mikil tækifæri fyrir frjáls félagasamtök. Frjáls félagasamtök eru afar mikilvæg samfélagi okkar og þróa oft nýjar og góðar hugmyndir eða útfærslur á eldri hugmyndum sem við tileinkum okkur öll í kjölfarið. Frjáls félagasamtök gegna oft burðarhlutverki í ýmsum málaflokkum sem varða heilsu og velferð fjölskyldna á Íslandi og nauðsynlegt er að viðurkenna það góða starf sem þar fer fram og veita því brautargengi“ sagði Ásmundur Einar.

Við úthlutanir styrkjanna síðustu ár er orðin hefð fyrir því að fá valda styrkþega til þess að kynna verkefnin sem þau hljóta styrk fyrir. Að þessu sinni voru kynnt tvö verkefni sem hafa verið í gangi um árabil og reynst vel þeim sem á hafa þurft að halda. Annars vegar er um ræða sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir börn með sérþarfir og hinsvegar Systkinasmiðjuna, sem býður upp á sérstök námskeið fyrir systkini barna með sérþarfir.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 7
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 8
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 9
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 10
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 11
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 12
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 13
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 14
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 15
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 16
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 17
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 18
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 19
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 20
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 21
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 22
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 23
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 24
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 25
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 26
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 27
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 28
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 29

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics