Hoppa yfir valmynd

Frá úthlutun styrkja úr Jafnréttisjóði á kvennadaginn 19. júní

Frá veitingu styrkjanna í Hörpu - myndVelferðarráðuneytið / Ljósmynd: Kristín Bogadóttir

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, úthlutaði í dag tæpum 100 milljónum króna í styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Veittir voru styrkir til 26 verkefna og rannsókna sem miða að þ ví að efla jafnrétti kynjanna. Hér fylgja upplýsingar um verkefnin og myndir frá styrkveitingunni sem fór fram í Hörpu.

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður árið 2015 með ályktun Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Stjórn Jafnréttissjóðs annast mat á umsóknum um styrki í samræmi við reglur sjóðsins.

Athöfnin hófst með ávarpi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, kynnt voru fjögur verkefni sem hlutu styrki úr Jafnréttisjóði á síðasta ári, Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður stjórnar Jafnréttissjóðs flutti ávarp og þar á eftir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra sem að því búnu afhenti styrkina viðtakendum.

Fjárhæðir styrkja voru frá hálfri milljón króna upp í 9,5 milljónir króna til þess verkefnis sem hlaut hæsta styrkinn. Þau þrjú verkefni sem hlutu hæsta styrki eru eftirtalin:

Verkefni Guðrúnar Ingólfsdóttur um sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glímuna við hefðina sem hlaut 9,5 m.kr., verkefni Berglindar Rósar Magnúsdóttur um virkni, val og skyldur foreldra á íslenskum menntavegi: Samspil kyns og félagsstöðu, sem hlaut 9,0 milljónir króna og verkefni Írisar Ellenberger; Huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700 – 1960 sem hlaut 8,0 milljónir króna.

Í meðfylgjandi samantekt eru upplýsingar um alla styrkþega og verkefni þeirra með stuttri lýsingu á inntaki hvers þeirra.

Upplýsingar um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands árið 2017

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 7
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 8
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 9
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 10

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics