Hoppa yfir valmynd

Loftferðasamningur við Singapúr

Undirritaður var í dag loftferðasamningur milli Íslands og Singapúr. Samningurinn er fyrsti loftferðasamningur sem gerður er á milli ríkjanna. Hann tekur gildi til bráðabirgða við undirritun en áætlað er að samningur verði fullgiltur á vormánuðum þessa árs.

Í samningnum felast mjög víðtæk flugréttindi fyrir tilnefnda flugrekendur. Hann tekur til áætlunarflugs og leiguflugs milli ríkjanna án takmarkana á flutningsmagni, tegund loftfara og fjölda áfangastaða. Samningurinn við Singapúr styrkir möguleika íslenskra flugrekenda sem hafa sinnt og vilja sinna verkefnum í þessum heimshluta.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics