Hoppa yfir valmynd

Leiðbeinandi reglur um ýmsa þjónustu við fatlað fólk

Velferðarráðuneytið í janúar 2012
Velferðarráðuneytið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar taka til þjónustu stuðningsfjölskyldna, ferðaþjónustu, styrkja til náms og til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

Leiðbeinandi reglur um framantalda þætti eru settar á grundvelli ákvæða í lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja sér reglur um þessa þjónustu en ber að gera það með hliðsjón af leiðbeinandi reglum ráðherra auk þess sem taka skal mið af alþjóðlegum skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Markmiðið með reglunum er að stuðla að samræmdri þjónustu milli sveitarfélaga og þjónustusvæða fatlaðs fólks.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics