Hoppa yfir valmynd

Nr. 001, 8. janúar 1999: Opinber heimsókn utanríkisráðherra og frú Sigurjónu Sigurðardóttur til Danmerkur 14.-16. janúar n.k.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 001

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og frú Sigurjóna Sigurðardóttir verða í opinberri heimsókn í Danmörku 14. - 16. janúar n.k. í boði Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur.

Utanríkisráðherrar Íslands og Danmerkur munu eiga fund um utanríkismál og ýmis tvíhliða málefni. Einnig mun Danadrottning taka á móti utanríkisráðherra og forsætisnefnd danska þjóðþingsins mun funda með ráðherranum. Framkvæmdir við Eyrarsundsbrúna verða skoðaðar og farið verður í heimsókn til fyrirtækja sem selja útflutningsvörur frá Íslandi.

Utanríkisráðherra mun þann 13. janúar stýra fyrsta fundi sínum í Kaupmannahöfn í Norrænu ráðherranefndinni sem formaður norrænu samstarfsráðherranna, en Ísland fer með norræna formennsku á árinu 1999.

Meðfylgjandi er dagkrá heimsóknarinnar.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 8. janúar 1999.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics