Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra fordæmir sprengjuárás á danska sendiráðið í Islamabad

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir harðlega sprengjuárás sem gerð var á danska sendiráðið í Islamabad í Pakistan í gær og kostaði að minnsta kosti sex manns lífið, auk þess sem um fjörtíu manns særðust. Sagði Ingibjörg Sólrún um skelfilega árás á norrænt sendiráð að ræða, tilgangslaust ofbeldi sem stefnt hefði lífi fjölda óbreyttra borgara í hættu. Hefur utanríkisráðherra komið á framfæri samúðaróskum til utanríkisráðuneytis Danmerkur.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics