Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra fundar með Ashton

Utanríkisráðherra ásamt Catherine Ashton og utanríkisráðherrum
Utanríkisráðherra ásamt Catherine Ashton og utanríkisráðherrum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í gær þátt í fundi með Catherine Ashton, yfirmanni utanríkis- og öryggismálastefnu Evrópusambandsins, og starfsbræðrum sínum frá öðrum umsóknarríkjum ESB í Brussel. Þá sátu fundinn einnig utanríkisráðherrar formennskuþríeykis sambandsins sem og ráðherrar nokkurra annarra aðildarríkja þess. Þar var rætt opinskátt um stöðu mála í Afganistan og Pakistan sem og viðkvæma stöðu mála í Sýrlandi og öðrum ríkjum Austurlanda nær og Norður Afríku í eftirleik arabíska vorsins. Fundurinn var lokaður öðrum en ráðherrum og er liður í reglubundnu pólitísku samráði Evrópusambandsins við umsóknarríki.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics