Hoppa yfir valmynd

Vel heppnaðir kynningarfundir um nýja heilbrigðisstefnu fyrir norðan og vestan

Vel heppnaðir kynningarfundir um nýja heilbrigðisstefnu fyrir norðan og vestan - myndHeilbrigðisráðuneytið

Opinn kynningarfundur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra efndi til um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var haldinn á Ísafirði í gær og annar fundur á Akureyri fyrir viku. Ráðherra mun standa fyrir sambærilegum fundum í öllum heilbrigðisumdæmum landsins í samvinnu við heilbrigðisstofnanir umdæmanna. Umfjöllunin snýst um efni og innleiðingu stefnunnar og líkleg áhrif hennar á heilbrigðisþjónustu við íbúa í viðkomandi heilbrigðisumdæmum og á landsvísu.

Fundurinn á Ísafirði hófst með umfjöllun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kynnti megináherslur og inntak stefnunnar. Næst fjallaði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um þá sýn sem hann hefur á stefnuna og hvaða áhrif hann telur að hún geti haft fyrir heilbrigðisþjónustu við íbúa í heilbrigðisumdæminu. Þátttakendur í pallborðsumræðum voru auk frummælenda Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Helga Sif Friðjónsdóttir, deildarstjóri Ráðherra ásamt framkvæmdastjórn og fulltrúum heilbrigðisráðuneytisgöngudeildar geðsviðs Landspítala og Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Fundarstjóri var Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða.

Streymt var beint frá fundinum á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og geta áhugasamir nálgast þar upptöku frá fundinum. 

Fyrir fundinn heimsótti heilbrigðisráðherra hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, kynnti sér starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði, ræddi við starfsfólk og fundaði ásamt fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins með framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Í henni eiga sæti Gylfi Ólafsson forstjóri, Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga, Hörður Högnason framkvæmdastjóri hjúkrunar, Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri, Svava Magnea Matthíasdóttir hjúkrunarstjóri Patreksfirði og Þórir Sveinsson fjármálastjóri

Fundurinn á Akureyri var haldinn í Hofi á Akureyri 12. júní síðastliðinn. Frummælendur voru auk heilbrigðisráðherra þeir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri sem gerðu grein fyrir þeirri sýn sem þeir hafa á stefnuna og þýðingu hennar fyrir starfsemi stofnananna sem þeir stjórna. Að loknum erindum þeirra og fyrirspurnum úr sal voru pallborðsumræður. Í pallborði sátu auk frummælenda  Valdimar O. Hermannsson, bæjarstjóri á Blönduósi og Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Fundarstjóri var Ásthildur Sturludóttir. Streymt var beint frá fundinum og hægt er að sjá upptöku frá fundinum á vef Stjórnarráðsins.

Myndir frá fundunum á Ísafirði og Akureyri eru hér að neðan.

 

 
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 7
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 8
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 9
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 10
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 11
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 12
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 13
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 14
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 15
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 16
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 17
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 18
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 19
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 20
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 21
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 22
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 23

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics