Hoppa yfir valmynd

Opinn fundur um Mannréttindadómstól Evrópu 27. maí

Innanríkisráðuneytið og Mannréttindastofnun HÍ standa fyrir fundi um mannréttindamál miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 12 og stendur til kl. 13.

Mannrettindadomstóllinn í Strassborg.
Mannréttindadómstóll Evrópu.

Á fundinum verður fjallað um hlutverk Mannréttindadómstóls Evrópu. Yfirskrift fundarins er: Hverja er Mannréttindadómstól Evrópu ætlað að vernda? Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flytur ávarp í upphafi fundarins. Erindi flytur Marie-Bénédicte Dembour, prófessor í lögfræði og mannfræði við Háskólann í Brighton, og fjallar hún um það hvernig Mannréttindadómstóllinn skilgreinir hugtakið mannréttindi. Fyrirlesturinn verður á ensku og eru allir velkomnir.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics