Hoppa yfir valmynd

Um 140 milljónir flosna upp vegna loftslagsbreytinga

Í nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum er varað við því að 140 milljónir manna í þremur heimshlutum muni að óbreyttu um miðja öldina hafa flosnað upp vegna loftslagsbreytinga. Skýrslan nefnist: Groundswell: Preparing for Internal Climate Migration og dregur upp sviðsmyndir frá Afríku sunnan Sahara, Suður-Asíu og Rómönsku Ameríku.

Fólk hefur tekið sig upp og farið milli staða á öllum tímum sögunnar af ýmsum ástæðum, efnahagslegum, félagslegum og pólitískum. Nú bætast loftslagsbreytingar við sem ein meginástæða þess að fólk flytur frá einum stað til annars. Samkvæmt nýju skýrslu Alþjóðabankans verða þessir fólksflutningar fyrst og fremst innan lands, fólk flytur frá óöruggum svæðum til svæða þar sem það telur framtíð sinni betur borgið.

Í skýrslunni er horft til þriggja heimshluta sem ná til 55% íbúafjölda þróunarríkja. Greiningin leiðir til þeirrar niðurstöðu að talið er að 86 milljónir manna kunni að hafa flosnað upp fram til ársins 2050 í sunnanverðri Afríku, um 40 milljónir í sunnanverðri Asíu og 17 milljónir í Rómönsku Ameríku. Samtals gætu því loftslagsbreytingar – þurrkar, uppskerubrestur, hækkun sjávarmáls og stormar –  á þessum þremur svæðum eingöngu leitt til fólksflutninga 140 milljóna einstaklinga.

Skýrsluhöfundar árétta þó að enn sé leið út úr ógöngunum. Þeir telja að með samhæfðum aðgerðum, þar á meðal alþjóðlegu átaki um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, væri hægt að afstýra því að 100 milljónir manna flosni upp.

Skýrslan

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1

Tags

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi
 Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi

Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics